Vesturgata 27b
101 Reykjavík

LÝSING

RE/MAX Senter kynnir eitt af gömlu fallegu bárujárnshúsunum í Vesturbænum.
Pantið skoðun hjá Guðnýju Maríönnu í síma 899-5447 eða á gudny@remax.is
 

Húsið er á þremur hæðum: Kjallari, hæð og ris. Húsið er skráð 156,7 fm en er stærra að grunnfleti þar sem risið er að að hluta undir súð. Húsið var upphaflega byggt 1904 og stóð þá við Skólavörðustíg. Árið 1980 var það flutt á nýjan steyptan grunn þar sem það stendur nú. Við flutninga var húsið töluvert endurbætt.
 
Hæð
Á aðalhæð er eldhús og borðsstofa sem hafa verið sameinuð, tvær stofur og gestasnyrting. Stofur eru bjartar með góðri lofthæð, stórum gluggum og upphaflegum panel á veggjum. Upphafleg viðargólfborð á gólfum. Fallegir gólflistar og rósettur fyrir ljósakrónur.
Komið er úr anddyri inn í stofu. Inn af henni er gengið inn í minni stofu sem hægt er að loka með franskri hurð. Búið er að opna á milli eldhúss og borðstofu. Nýleg eldhúsinnrétting í eldhúsi. Gengið er frá eldhúsi um bakdyr út á rúmgóðan sólpall og þaðan er komið niður í fallegan og sólríkan garð. Garðurinn er sameiginlegur með Vesturgötu 27 og er afgirtur, skjólgóður og nýtur þar sólar við frá því snemma á morgnana og fram á kvöld.
 
Ris
Frá aðalhæð er gengið upp stiga í ris sem er mjög bjart. Þar er eitt barnaherbergi, hol sem er nýtt sem barnaherbergi í dag en væri einnig upplagt sem fjölskyldurými eða vinnuherbergi og stærra svefnherbergi með góðum skápum. Inn af svefnherbergi er rúmgott baðherbergi með baðkari.
 
Kjallari
Kjallari er steyptur, var steyptur árið 1980 og í góðu standi. Þar eru tvö rúmgóð herbergi, hol sem er nýtt sem sjónvarpshol í dag, baðherbergi með sturtu og þvottahús. Léttir milliveggir eru í kjallara sem má auðveldlega færa til. Parket á gólfum að mestu. Full lofthæð er í kjallara og sérinngangur og einfalt væri að breyta honum í séríbúð.

Bílastæði: Húsinu fylgir snyrtilegt einkastæði í innkeyrslu sem hefur nýlega verið hellulagt.

Einstaklega fallegt fjölskylduhús á skemmtilegum stað, með góðum anda og skjólgóðum garði. Húsið er vel staðsett í gamla vesturbænum, stutt í skóla, leikskóla og þjónustu. Örstutt í kaffihús, veitingastaði og verslanir. Stórmarkaðir (Bónus, Krónan, Nettó Byko, Elko, Rúmfatalagerinn) í göngufjarlægð úti á Granda. Örstutt í miðbæinn, Hörpu og gömlu höfnina í Reykjavík.

Allar frekari upplýsingar um eignina veita Guðný Maríanna í síma 899-5447 eða gudny@remax.is eða Ástþór Reynir í síma: 414-4700
Þarftu að selja?  Vantar allar gerðir eigna í sölumeðferð, vönduð vinnubrögð, mikil og góð þjónusta. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% af heildarfasteignamati.  2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 1,5% af höfuðstól skuldabréfs.  3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.  4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.  5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.000 m. vsk.

 

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
156 M²
HERBERGI
8
STOFUR
0
SVEFNHERBERGI
0
BAÐHERBERGI
0
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1904
LYFTA
Nei
BÍLSKÚR
Nei
Áhvílandi:
0
VERÐ:93.000.000KR.
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
156 M²
HERBERGI
8
STOFUR
0
SVEFNHERBERGI
0
BAÐHERBERGI
0
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1904
LYFTA
Nei
BÍLSKÚR
Nei
Áhvílandi:
0
VERÐ:93.000.000KR.

LÝSING

RE/MAX Senter kynnir eitt af gömlu fallegu bárujárnshúsunum í Vesturbænum.
Pantið skoðun hjá Guðnýju Maríönnu í síma 899-5447 eða á gudny@remax.is
 

Húsið er á þremur hæðum: Kjallari, hæð og ris. Húsið er skráð 156,7 fm en er stærra að grunnfleti þar sem risið er að að hluta undir súð. Húsið var upphaflega byggt 1904 og stóð þá við Skólavörðustíg. Árið 1980 var það flutt á nýjan steyptan grunn þar sem það stendur nú. Við flutninga var húsið töluvert endurbætt.
 
Hæð
Á aðalhæð er eldhús og borðsstofa sem hafa verið sameinuð, tvær stofur og gestasnyrting. Stofur eru bjartar með góðri lofthæð, stórum gluggum og upphaflegum panel á veggjum. Upphafleg viðargólfborð á gólfum. Fallegir gólflistar og rósettur fyrir ljósakrónur.
Komið er úr anddyri inn í stofu. Inn af henni er gengið inn í minni stofu sem hægt er að loka með franskri hurð. Búið er að opna á milli eldhúss og borðstofu. Nýleg eldhúsinnrétting í eldhúsi. Gengið er frá eldhúsi um bakdyr út á rúmgóðan sólpall og þaðan er komið niður í fallegan og sólríkan garð. Garðurinn er sameiginlegur með Vesturgötu 27 og er afgirtur, skjólgóður og nýtur þar sólar við frá því snemma á morgnana og fram á kvöld.
 
Ris
Frá aðalhæð er gengið upp stiga í ris sem er mjög bjart. Þar er eitt barnaherbergi, hol sem er nýtt sem barnaherbergi í dag en væri einnig upplagt sem fjölskyldurými eða vinnuherbergi og stærra svefnherbergi með góðum skápum. Inn af svefnherbergi er rúmgott baðherbergi með baðkari.
 
Kjallari
Kjallari er steyptur, var steyptur árið 1980 og í góðu standi. Þar eru tvö rúmgóð herbergi, hol sem er nýtt sem sjónvarpshol í dag, baðherbergi með sturtu og þvottahús. Léttir milliveggir eru í kjallara sem má auðveldlega færa til. Parket á gólfum að mestu. Full lofthæð er í kjallara og sérinngangur og einfalt væri að breyta honum í séríbúð.

Bílastæði: Húsinu fylgir snyrtilegt einkastæði í innkeyrslu sem hefur nýlega verið hellulagt.

Einstaklega fallegt fjölskylduhús á skemmtilegum stað, með góðum anda og skjólgóðum garði. Húsið er vel staðsett í gamla vesturbænum, stutt í skóla, leikskóla og þjónustu. Örstutt í kaffihús, veitingastaði og verslanir. Stórmarkaðir (Bónus, Krónan, Nettó Byko, Elko, Rúmfatalagerinn) í göngufjarlægð úti á Granda. Örstutt í miðbæinn, Hörpu og gömlu höfnina í Reykjavík.

Allar frekari upplýsingar um eignina veita Guðný Maríanna í síma 899-5447 eða gudny@remax.is eða Ástþór Reynir í síma: 414-4700
Þarftu að selja?  Vantar allar gerðir eigna í sölumeðferð, vönduð vinnubrögð, mikil og góð þjónusta. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% af heildarfasteignamati.  2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 1,5% af höfuðstól skuldabréfs.  3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.  4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.  5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.000 m. vsk.

 

Samfélagsmiðlar
« TIL BAKA