271,

Hafravatnsvegur 56

119.000.000 KR
Sumarhús
4 herb.
130 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Sumarhús
  • Stærð 130 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1932
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Jón G. Sandholt og RE/MAX kynnir í einkasölu Hafravatnsveg 56, 271 Mosfellsbæ. Glæsilegt 130m2 heilsárshús sem stendur á 5.113m2 eignarlóð sem er skógi vaxin með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Svæðið verður með læstu símahliði við afleggjara frá Hafravatnsvegi og í einungis 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðju borgarinnar. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Jón G. Sandholt, löggiltur fasteignasali, í síma 777-2288 eða [email protected].

Húsið skilast fullbúið að utan og innan með grófjafnaðri lóð og bílastæði. Viðar plankaparket á alrými og svefnherbergjum, flísar á baðherbergjum, eldhúsi og anddyri, vandað sérsmíðað eldhús með quartz stein og undirfelldum samslípuðum vask. Vönduð heimilistæki: ofn, innfelldur ísskápur með frysti, innfelld uppþvottavél. Helluborð frá Bora með innbyggðum háf sem blæs beint út. Helluborðið er slétt við borðplötu, sérsmíðaðar innréttingar á baðherbergjum með quartz stein og undirlímdum vask. Sérsmíðaðir fataskápar í svefnherbergjum og anddyri í sama lit.

Húsið er með yfirbyggðu anddyri og yfirbyggðri 11m2 verönd til suðurs, gólfsíðir útsýnisgluggar og rennihurð út á verönd. Í húsinu verða tvö baðherbergi með gluggum, tvö svefnherbergi auk hjónasvítu með svalarhurð út í garð. Samtals þrjú svefnherbergi. Geymsla og lagnarými við inngang. Húsið er reist úr timbri ofan á steypta plötu með gólfhita, útveggir eru með 175mm einangrun og ál/tré gluggar með þreföldu gleri. Húsið er klætt að utan með lóðréttri timburklæðningu með misbreiðum borðum og fermacell harðgifsi að innan. Borinn verður fínn mulningur yfir burðarlag á vegi og bílaplani. 
Framleiðandi húsanna hefur byggt yfir 160 hús á Íslandi með góðum árangri.
 
Húsin eru hönnuð með það í huga að hámarka nýtingu á rými, njóta útsýnis úr stofu og hjónasvítu með stórum gluggum ásamt því að mynda skjól fyrir ríkjandi vindátt og þar með búa til sælureit fyrir framan stofu á móti suðri. Einnig býður hönnunin upp á að setja svalalokun á verönd síðar.
 
Áætluð afhending í nóvember 2024. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Jón G. Sandholt, löggiltur fasteignasali, í síma 777-2288 eða [email protected].

----------------------------------------------------------------------- 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila  
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati 
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar 
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.