11 júní 2021

Seljendamarkaður og kaupendamarkaður

image

Hvenær er besti tíminn til að kaupa eða selja fasteignir?

Í nýlegri greiningu Íslandsbanka er spáð að fasteignaverð muni halda áfram að hækka og að frá ársbyrjun 2021 til ársloka 2023 muni það hafa hækkað um tæp 25%. Fyrir þátttakendur á fasteignamarkaðnum er gott að vita hvaða aðstæður ríkja í hagkerfinu en þær geta breyst reglulega vegna þátta líkt og vaxtastigi, hagvexti, verðbólgu og fleira. Framboð og eftirspurn fasteigna helst oft í hendur við þær aðstæður og getur því verð á húsnæði breyst í því umhverfi. Annars vegar getur það skilað sér í kaupendamarkaði og hins vegar í seljendamarkaði.

Kaupendamarkaður eru aðstæður þar sem framboð á fasteignum er meira heldur en eftirspurn eftir þeim. Í því árferði eru margar eignir til sölu en skortur á kaupendum, sem gerir það að verkum eignirnar eru líklegri til að vera lengur til sölu. Ákveðið jafnvægi ríkir á markaðnum og fasteignaverð helst stöðugt eða lækkar jafnvel aðeins.

Á seljendamarkaði er eftirspurn fasteigna meiri heldur en framboð þeirra. Í þeim aðstæðum eru margir áhugasamir kaupendur en skortur er á eignum til sölu. Kaupendur eru í meiri baráttu um eignirnar og því eru þær líklegri til að seljast hraðar sem lýsir einmitt þeim aðstæðum sem ríkja á landinu núna. Á seljendamarkaði á fasteignaverð til að hækka vegna eftirspurnarinnar.
Vilt þú vita meira? Sendu okkur fyrirspurn á https://remax.is/hafdu_samband

Heimildir:
Fasteignaverð hækki frekar. Mbl.is.
Buyer’s market Vs. Seller’s Market: Which Is It? Rocketmortgage.com.
Mismunur á kaupendamarkaði og söluaðila. Maywoodcuesd.com.