Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulögð og mikið endurnýjuð fjögurra herbergja 92,6 fm íbúð á annarri hæð (efstu hæð) í vel staðsettu þríbýlishúsi á Eiríksgötu 23, 101 Reykjavík.
Þess ber að geta að íbúðin sjálf er skráð 100 fm skv. eignaskiptalýsingu, við það bætist 2,4 fm séreign á stigagangi og 3,8 fm geymsla. Samtals mætti ætla að séreign sé því fremur 106,4 fm. en skv. fasteignayfirliti er íbúðin skráð 92,6 fm. að stærð, án geymslu og stigapalls sem með fylgir.
Skipulag: Hol, svalir, eldhús, stofa, borðstofa, hjónaherbergi og tvö önnur svefnherbergi (annað fremur lítið, það hefur verið nýtt sem skrifstofa) Baðherbergi með þvottaaðstöðu. Í sameign er sér geymsla og sameiginlegt þvottahús. Geymsluloft yfir íbúðinni.
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupóst á netfangið gulli@remax.isSmelltu á linkin til að skoða íbúðina í 3D Íbúðin hefur verið endurnýjuð á eftirfarandi hátt af eigendum þess. Árið 2019 voru raflagnir endurnýjaðar og ný rafmagnstafla sett upp
Árið 2020 var svalahurð endurnýjuð. Eldhús fært inn í stofu og endurnýjað. Borðplata úr náttúrustein (Granít) frá Granítsmiðjunni.
Árið 2022 var baðherbergið endurnýjað og stækkað. Pípulagnir endurnýjaðar. Hiti lagður í gólf. Aðstaða útbúin fyrir þvottavél og þurrkara. Náttúrusteinflísar frá Vídd, innréttingar og tæki að mestu leyti frá Innréttingar og tæki.
Húsið hefur fengið eftirfarandi viðgerðir/endurnýjun að utanverðu frá árinu 2003-2025Árið 2003 var húsið hraunað að utan og skipt var um þakjárn og pappa á þaki. Á sama tíma voru rennur, niðurföll og gler í húsinu endurnýjuð og allir ofnar og ofnalagnir.
Árið 2013 var drenað á norðurhlið hússins.
Árið 2023 voru steypuviðgerðir á stigapöllum, stiga og stétt að utanverðu.
Árið 2024 voru nýjar stofnlagnir lagðar að húsinu og ný möl sett í innkeyrslu og bakgarðurinn lagfærður.
Árið 2025 var svala botn og handrið endurnýjað á svölum íbúðarinnar
Árið 2025 var drenað á austur- og suðurhlið hússins.
Nánari lýsing. Gengið er inn um sameiginlegt stigahús með tveimur íbúðum. Þessi eign er á efri hæð. Stigapallur er að hluta til séreign íbúðar, fyrir vikið væri hægt að færa innganginn niður á stiga pallinn og opna þannig að komuna að íbúðinni og gera hana glæsilegri fyrir vikið. Það myndi einnig skapa meira geymslupláss í sjálfri íbúðinni. Sjá þrívíddarteikningu sem getur fylgt með söluyfirliti og fylgigögnum þess. Hol er rúmgott með parketi á gólfi, útgengi út á svalir út frá holi. Stofan er björt og falleg með parket á gólfi og með tvöfalda hurð á milli stofu og borðstofu/Eldhús. Eldhúsinnrétting er L-laga með gott vinnu, borð og geymslupláss. Borðplata úr náttúrustein (Granít) frá Granítsmiðjunni. Innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél. Bökunarofn er í vinnuhæð. Glæsilegt baðherberbergi með gólfhita og með flísum á bæði gólfi og á veggjum. Inn á baðherberginu er þvottaaðstaða (vifta á baðherbergi tengd í gamlan skorstein) stór og góð sturta og baðinnrétting með frístandi handlaug, skúffur og handklæðapláss. Upphengt salerni þar við hlið. Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum og sér litla geymslu. Barnaherbergin eru tvö, annað er minna en hitt, það herbergi hefur verið nýtt sem skrifstofa en hitt sem barnaherbergi.
Um að ræða flotta eign á vinsælum og eftirsóttum stað í 101 Reykjavík í nágrenni við Landspítalann. Stutt er í alla þjónustu, verslanir, skóla og leikskóla og á íþróttasvæði Vals að Hlíðarenda. Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma
661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.