NÁNARI UPPLÝSINGAR FÆRÐU HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS Í SÍMA 7715211 EÐA GUDNYTH@REMAX.IS
RE/MAX og GUÐNÝ ÞORSTEINS Löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Vel skipulagt einbýlishús á einni hæð með bílskúr við Kvistavelli í Hafnarfirði með 2 svefnherbergjum (möguleiki er á 3ja herberginu). Eignin er skráð 163,1fm samkvæmt Þjóðskrá, þar af er bílskúr skráður 30,8fm. Aukin lofthæð er í öllum vistaverum hússins ásamt hita í gólfum, harðviður í útihurðum og gluggum. Um er að ræða eign í barnvænu og góðu hverfi.
Eignin samanstendur af: Forstofu, 2 svefnherbergjum (möguleiki á þriðja), eldhúsi, stofu/borðstofu, baðherbergi, þvottahúsi ásamt geymslu. Innangengt er í bílskúr. Hiti í gólfum.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með tvöföldum fataskáp. Flísar á gólfi.
Eldhúsi: Er bjart og opið með stórum gluggum, góðu skúffu- og skápaplássi ásamt eyju með helluborði, bakaraofn er í vinnuhæð.
Stofa/Borðstofa: Stofa og borðstofa eru saman í flæðandi og rúmgóðu rými, með útgangi út á sólpall.
Herbergi I: Er rúmgott með sexföldum fataskápum.
Herbergi II: Er rúmgott. Samkvæmt teikningum er gert ráð fyrir öðru svefnherbergi inn af stofunni.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt með upphengdu salerni, skúffum undir vaski sem stendur ofan á límtrésplötu. Rúmgóð þreplaus sturta er með gler skilrúmi. Gluggi með opnalegu fagi.
Þvottahús: Er innangengt frá herbergisgangi með útgangi út í garð og eða inn í bílskúr.
Geymsla: Er 6,3fm að stærð og er inn af bílskúr.
Bílskúr: Innangengt er í 30,8fm bílskúr sem býður upp á góða möguleika þar sem góðir gluggar eru í honum með opnanlegum fögum, þarfnast hann lokafrágangs eins og klæðningar og rafmagns að innan. Hiti er í bílaplani.
Verönd/pallur: Gengið er úr borðstofu á rúmlega 50fm sólpall og gróin garð.
Byggingalýsing (fengin frá samþykktum teikningum af vef Hafnarfjarðar)
Burðavirki: Undirstöður og botnplata eru úr steinsteypu. Berandi útveggir eru almennt úr 45x120mm timburgrind, sem klædd er 11mm obs krossviði að utan til afstífingar og vindþéttingar. Brunamótstaða útveggna verður B-REI30. Berandi veggur á austurhlið verður klæddur báðu megin með 11mm obs plötum og 13mm gifsplötum. Brunamótstaða þessa útveggja verður B-REI60. Berandi inniveggur eru úr 45x95mm timbri, brunamótstaða B-EI30. Þök eru úr 45x220mm timbri. Brunamótstaða þaka er B-REI30 á íbúðarhúsi en B-REI60 á bílageymslu. Einangrun í berandi veggjum er jafn þykk og grindur, rúmþyngd 30kg/m3. Steinull í berandi byggingarhlutum var fest brunatæknilega rétt t.d. með 2mm stálvír c/c 300mm. Léttir veggir: Innveggir eru alment úr 35x70mm timbri. Veggur milli íbúðar og í bílskrúrs eru B-EI60. Hann er úr 45x120mm timbri. Í léttum veggjum er 70mm þykk þilull til hljóð- og brunaeinangrunar. Klæðning innanhús: Í íbúð eru klæðningar veggja og lofta 12mm spónarplötur, sem er klæðning í flokki 2. Klæðningar í bílageymslu, bæði veggja og lofta er 12mm securitiplötur, sem er klæðning í flokki nr.1. Klæðningar útanhúss: Klæðning útveggja er úr 6mm þykkum og sléttum steini-colour plötum, sem er klæðning í flokki nr.1. Stakir fletir útveggja eru klæddir sedrusarborðum, sem er klæðning í flokki nr.2 um er að ræða útveggi á eldhúsi og lítinn flöt á norðurhlið. Á þökum er pvc-þakdúkur, sem er klæðning í flokki T. Þak: Þakhalli er 7gr. á íbúðarhúsi en 1,2gr á bílgeymslu. Þak er klætt pvc-þakdúk á filtpappa og 18mm þakkrossvið. Loftbil yfir einangrun í þaki er loftræst um ø 32 rör, sem staðsett eru í hverju sperrubili. Loftþétt rakavarnarlag úr 0,20mm þolplasti er innan við einangrun í þaki og útveggjum. Langanleiðir: Hitalagnir eru staðsettar inna á útveggjum og gólfhiti er í öllu íbúðarhúsinu. Fráveitulagnir eru í grunni. Raftafla er í þvottahúsi og rafinntak er staðsett í bílageymslu einnig inntaksskápar fyrir kalt og heitt vatn, um er að ræða inntaksskápa samkvæmt lac-140 frá orkuveitu Reykjavíkur. Innihurðagöt: Göt innihurða eru öll 880x2100mm. Loftræsting: Öll rými hússins eru loftræst um opnanleg gluggafög. Gluggar: Í húsinu eru gluggar og útihurðir úr harðviði.
Ítarlegri upplýsingar veitir Guðný Þorsteins. í s:771 5211 eða gudnyth@remax.is
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Remax því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.