101, Reykjavík (Miðbær)

Laugavegur 1

Tilboð
Atvinnuhúsnæði
10 herb.
451 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Atvinnuhúsnæði
  • Stærð 451 M²
  • Herbergi 10
  • Stofur 8
  • Svefnherbergi 6
  • Baðherbergi 8
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1927
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

REMAX Senter kynnir í einkasölu: Glæsilegar og nýuppgerðar íbúðir í skammtímagistingu við Laugaveg 1a sem eru í dag starfræktar með öllum tilskyldum leyfum.
Húsið samanstendur af átta fullbúnum íbúðum með nútímaþægindi í huga.  Þar af eru tvær lúxus íbúðir og sex standard íbúðir. 
Með íbúðum fylgja vönduð húsgögn og annar búnaður sem þarf til útleigu.

Húsið er mjög vel staðsett á Laugaveginum og með göngufæri í alla helstu þjónustu og einnig áhugaverð kennileiti ss. Hallgrímskirkju, Hörpu og fjölda veitingastaða. 

Nánari lýsing:

Lúxusíbúðir eru tvær um 57 fm. hvor. Glæsilega innréttaðar á efstu hæð, bjartar og hátt til lofts með útsýni yfir borgina. Gistirými fyrir allt að fjóra í hverri íbúð.
Standard íbúðir eru sex, um 33,3 - 37,2 fm. á stærð. Glæsilega innréttaðar með öllum helstu þægindum, sumar íbúðir með svölum. Gisting fyrir allt að fjóra í hverri íbúð.

Húsið var upphaflega byggt 1927 en var endurbyggt 2015-2016. Skipt var um klæðningu, gólfefni, raflagnir, pípulagnir, ofna, þak ofl.  Gluggar í húsinu voru nýlegir svo skipt var um þá að hluta, m.a. í kjallara og á þriðju hæð.  Nýjar útihurðar frá Gluggasmiðju SB og stigar endurnýjaðir að hluta.  Sjónvarps og margmiðlunarkerfi var einnig sett í húsið sem og brunavarnarkerfi frá Securitas. Ný loftræsting sett í húsið af Rafblikk.
Öll tæki eru frá viðurkenndum aðila, flísar sérpantaðar frá Flísabúðinni.

Ný eignaskiptayfirlysing er í vinnslu fyrir eignina.

Nánari upplýsingar veita Guðrún Lilja Tryggvadóttir í síma 867-1231/[email protected]
og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 mvsk.