101, Reykjavík (Miðbær)

Njálsgata 10

41.900.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
73 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 73 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 2
  • Svefnherbergi 1
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1926
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA  ***

Góður áhugi var fyrir eigninni. 
Ef þú ert með sambærilega eign og hefur áhuga að að fá verðmat þér að kostnaðarlausu smelltu þá HÉR 
Ef þú ert að leita að framtíðareign og vilt vera á lista fyrir sambærilegar eignir smelltu þá HÉR

_________________________________________________________________________________________

REMAX & SALVÖR DAVÍÐS lgf. & GUNNAR SVERRIR KYNNA - FRÁBÆR FYRSTA EIGN
:  
Töluvert endurnýjuð og skemmtileg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngang og mikilli lofthæð að Njálsgötu 10A. Snyrtilegt umhverfi og aðgengi úr íbúð beint í sameiginlegan garð. Skóli, leikskóli og verslanir eru í göngufæri ásamt öllu því sem miðbærinn hefur upp á að bjóða.

** ATHUGIÐ BREYTT FYRIRKOMULAG Á SÝNINGUM VEGNA COVID19 **
** EINGÖNGU EINKASÝNINGAR Í BOÐI Á FYRIRFRAM BÓKUÐUM TÍMA **SMELLTU HÉR OG SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D – ÞITT EIGIÐ OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR!

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX!

Allar nánari upplýsingar veitir Salvör Davíðs, lgf., í síma 844-1421 eða á [email protected]

Nánari lýsing:  Eignin er skráð 73,9 fm. hjá Þjóðskrá Íslands og samanstendur af anddyri, eldhúsi, stofu, garðskála, 1 svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Sérinngangur er í eignina og úr svefnherbergi er hægt að fara út í sameiginlegan garð.

Anddyri: Komið er inn í opið anddyri.
Eldhús / Stofa: eru saman í opnu rými og þaðan er farið í önnur rými íbúðarinnar.
Eldhús: Er með nýlegri, hvítri innréttngu með innbyggðum ísskáp (fylgir með) og er opið inn í stofu.
Stofa: Er rúmgóð og er hálfopin inn í garðskála.
Garðskáli: Bjartur og rúmgóður út frá stofu. Er í dag notaður sem borðstofa.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart með aðgengi út á hellulagða verönd í sameiginlegum garði. Nýleg hvít rennihurð er á milli stofu og svefnherbergis.
Baðherbergi: Er með flísum á gólfi og vegg að hluta, hillum, baðkari með sturtu, tengi fyrir þvottavél og glugga.
Geymsla: Geymslupláss með hillum er fyrir framan baðherbergið.
Gólfefni íbúðar: Flísar og nýlegt og slitsterkt harðparket
Sameign: Engin sameign fyrir utan sameiginlegan garð.
Garður: Sameiginlegur bakgarður með litlu grindverki palli og hellulagðri verönd. Farið er úr svefnherbergi út á litla hellulagða verönd.
Gluggar: Allir gluggar í íbúðinni hafa verið endurnýjaðir.

Gott skipulag er á íbúðinni sem er vel staðsett í miðvæðis í Reykjavík. Snyrtilegt umhverfi og öll helsta þjónusta í næsta nágrenni sem og að stutt er í leikskóla og skóla.

SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D – ÞITT EIGIÐ OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR
ATH! Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D. Bara smella á hlekkinn og nota músina eða örvatakkana á lyklaborðinu til að labba um eignina. Ef þú lendir í vandræðum, ekki hika við að vera í sambandi.


Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Salvör Davíðs á milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga:
  Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða á netfangið [email protected] 
  Gunnar Sverrir Harðarson, löggiltur fasteignasali í síma 477-7777

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk