101, Reykjavík (Miðbær)

Eiríksgata 11

39.900.000 KR
Fjölbýli
2 herb.
64 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 64 M²
  • Herbergi 2
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 1
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1933
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

REMAX & SALVÖR DAVÍÐS lgf. & SYLVÍA WALTHERS KYNNA - FRÁBÆR FYRSTA EIGN.:  
Bjarta og vel skipulagða 2ja herbergja íbúð með mikilli lofthæð að Eiríksgötu 11. Snyrtilegt umhverfi, sameiginlegur garður, stutt er í skóla, leikskóla og allt það sem miðbærinn hefur upp á að bjóða.
Klóaklagnir undir húsinu og út í götu voru endurnýjaðar 2011.

SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS

SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D , þrívíðu umhverfi.

Allar nánari upplýsingar veita:
  Salvör Davíðs, lgf., í síma 844-1421 eða á [email protected]
  Sylvía Walthers í síma 820-8081 eða á [email protected]

Nánari lýsing:  Eignin er skráð 64,1 fm. hjá Þjóðskrá Íslands og samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Sameiginleg forstofa er fyrir framan íbúðina ásamt sameiginlegu þvottaherbergi, sérgeymslu, geymsluskáp og útgangi á sameiginlega baklóð. Sameiginlegur garður að framanverðu er hellulagður að hluta og afgirtur að hluta með steyptri girðingu.

Sameiginleg forstofa: Teppalögð með fatahengi og þar er farið inn í önnur rými hæðarinnar eins og íbúðina, sér geymslu, sameiginlegt þvottahús, sameiginlegan kyndiklefa og einnig með útgengi á baklóð hússins.
Forstofa: Komið er inn í forstofu með fatahengi. Þaðan er farið inn í önnur rými íbúðar.
Eldhús: Er hálfopið og bjart með eldri innréttingu, gas eldavél, flísum á milli skápa og kork á gólfi.
Stofa: Er rúmgóð og björt og er hálfopin inn í eldhús.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með fataskápum.
Baðherbergi: Er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu, baðkari með sturtu og glugga.
Gólfefni íbúðar: Flísar, korkur og engin gólfefni í stofu, forstofu og svefnherbergi.

Sér geymsla: Er í sameign hjá íbúðinni ásamt sér geymsluskáp.
Þvottaherbergi: Sameiginlegt með glugga þar sem hver er með sína vél.
Kyndiklefi: Sameiginlegur með glugga.
Sameign: Öll hin snyrtilegasta og sameiginlegur inngangur um stigagang með tveimur öðrum íbúðum.
Garður: Sameiginlegur með aðgengi bæði að framverðu og að bakatil. Að framanverðu er garðurinn hellulagður að hluta og afgirtur að hluta með steyptri girðingu.

Gott skipulag er á íbúðinni sem er vel staðsett í miðvæðis í Reykjavík. Snyrtilegt umhverfi og öll helsta þjónusta í næsta nágrenni sem og að stutt er í leikskóla og skóla.

SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D – ÞITT EIGIÐ OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR
ATH! Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D. Bara smella á hlekkinn og nota músina eða örvatakkana á lyklaborðinu til að labba um eignina. Ef þú lendir í vandræðum, ekki hika við að vera í sambandi.

Allar nánari upplýsingar um eignina veita Salvör & Sylvía á milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga og eftir þörfum um helgar:
   Salvör Davíðs
, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða á netfangið [email protected]
   Sylvía Walthers í síma 820-8081 eða á netfangið [email protected]

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk