110, Reykjavík (Árbær)

Vallarás 4

48.900.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
89 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 89 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1986
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX KYNNIR Í EINKASÖLU:
Töluvert endurnýjuð 3ja herbergja íbúð með fallegu útsýni í lyftuhúsi að Vallarás 4. Stutt í alla helstu þjónustu, leikskóla, Selásskóla og útivistarsvæðin í Elliðaárdal og Heiðmörk.
 *** Eignin hefur verið töluvert endurnýjuð af núverandi eiganda ***

Smelltu hér til að sækja þér söluyfirlit milliliðalaust

Smelltu hér til að skoða eignina í 3D.

Allar nánari upplýsingar veita:
  Þórhallur Viðarsson, aðstoðarmaður fasteignasala, í námi til löggildingar, í síma 696-6665 eða [email protected]
  Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða [email protected] 

Nánari lýsing:  Eignin er skráð 89,2 fm. hjá Þjóðskrá Íslands og samanstendur af anddyri / skála, eldhúsi, stofu, borðstofu, 2 svefnherbergjum og baðherbergi. Sér geymsla (6,1 fm - merkt 0127) er í sameign á jarðhæð ásamt sameiginlegu þvottahúsiu og hjólageymslu.

Anddyri / skáli: Komið er inn í rúmgott anddyri með nýlegum fataskáp með góðu skápaplássi.
Eldhús / borðstofa / stofa: Eru saman í opnu og björtu rými og þaðan er farið út á góðar svalir með fallegu útsýni.
Eldhús: Nýleg, dökk innrétting með flísum á milli skápa, eyju og innbyggðri uppþvottavél. 
Svefnherbergin eru 2: Bæði eru ágætlega rúmgóð og með nýlegum fataskápum.
Baðherbergi: Er nýlega endurnýjað og flísalagt að mestu með dökkum innréttingum, niðurteknu lofti með innbyggðri lýsingu, innbyggðum handklæðaofn, upphengdu salerni, sturtu með steyptum botni sem fræst er í gólfið og sérsmíðuðu sturtugleri sem og opnanlegur gluggi.
Svalir: Fínar svalir til suðurs með fallegu útsýni eru út frá stofu.
Gólfefni íbúðar: Harðparket og flísar.
Þvottahús: Sameiginlegt á jarðhæð. Einnig er tengi fyrir þvottavél inni á baðherbergi.
Hjólageymsla: Sameiginleg á jarðhæð.

Mikið endurnýjuð og falleg 3ja herbergja íbúð í lyftuhúsi í Selásnum. Fjölskylduvænt hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, leikskóla, skóla og helstu útivistaperlur bæjarins eru steinsnar frá.

Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
  Þórhallur Viðarsson, aðstoðarmaður fasteignasala, í námi til löggildingar, í síma 696-6665 eða [email protected]
  Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða [email protected] 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk