105, Reykjavík (Austurbær)

Rauðalækur 57

91.500.000 KR
Fjölbýli
5 herb.
172 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 172 M²
  • Herbergi 5
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 3
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1960
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

*** EIGNIN ER SELD EN ÞÓ MEÐ FYRIRVARA ***

Mikill áhugi var fyrir eigninni. 
Ef þú ert með sambærilega eign og hefur áhuga að að fá verðmat þér að kostnaðarlausu smelltu þá HÉR 
Ef þú ert að leita að framtíðareign og vilt vera á lista fyrir sambærilegar eignir smelltu þá HÉR

__________________________________________________________________________________________
RE/MAX & HERA BJÖRK Lgf. kynna: 
Mikið endurnýjuð og falleg 5 herbergja hæð við Rauðalæk 57 í Laugarneshverfinu með sérinngangi, íbúð í bílskúr og sér bílastæðum.

SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D , þrívíðu umhverfi. 

Eignin er skráð samtals 172,5 m2 hjá Þjóðskrá Íslands og samanstendur af stigagangi, forstofu, eldhúsi, borðstofu, stofu, 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, 2 sólskálum, sólríkum svölum og bílskúr með stúdíóíbúð.

NÁNARI LÝSING
Andyri: Gengið inn um sér inngang upp snyrtilegan teppalagðan stiga. Fatahengi á stigapalli.
Stofa og borðstofa: Opið og bjart alrými með góðu flæði á milli eldhús, borðstofu og stofu. Nýlegt Parketi á gólfi.
Eldhús: Stór og falleg innrétting með hvítum subway flísum á milli skápa og hvítri Corian borðplötu. Tvöfaldur ofn og tengi fyrir uppþvottavél og tvöfaldan ískkáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu. Góð innrétting með speglaskáp og handlaug ásamt rúmgóðum veggskáp og handklæðaofni.
Hjónaherbergi: Parketi á gólfi og rúmgóðir eldri fataskápar. Gengið út í bjartan sólskála..
Herbergi I: Parket á gólfi.
Herbergi II: Parket á gólfi. Nýtt í dag sem fataherbergi. 
Herbergi III: Er staðsett í kjjallara og er með sér baðherbergi. Parket á gólfi. Sér salerni fylgir þessu herbergi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu. Góð innrétting með speglaskáp og handlaug ásamt rúmgóðum veggskáp og handklæðaofni.
Geymsla: Stórt geymsluloft er yfir allri íbúðinni og er það séreign sem fylgir hæðinni.
Þvottahús: Er í sameign í kjallara.
Garður: Er sameiginlegur framan og aftan við húsið.

BÍLSKÚR
Er skráður 26,7 fm2 og er innréttaður sem herbergi með baði og geymslurými. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með sturtu,salerni og handlaug. Flotað gólf. Möguleiki á að bæta við eldhúsaðstöðu og fá af þessu leigutekjur.

Rauðalækur 57 var byggður árið er 1960 og er hluti af skemmtilegum íbúðarkjarna í Laugarneshverfinu. Íbúðin er vel staðsett á 2.hæð í þessu vinsæla hverfi og í mjög þægilegu göngufæri við skóla, leikskóla og þær verslanir og þjónustu sem hverfið hefur upp á að bjóða. Leyfi er fyrir gæludýr þar sem eignin er með sérinngangi.
Sundlaugin og útivistarparadísin í Laugardal eru rétt handan við hornið með góðum göngu- og hjólaleiðum. Gott aðgengi að almenningssamgöngum og stutt í stofnbrautir.
Húsið og sameignin virðist í góðu ástandi og hefur viðhald verið gott og húsið endurnýjað og lagfært eftir þörfum. Eftirfarandi framkvæmdir hafa átt sér stað á undaförnum árum innan og utandyra:
2012 Þak yfirfarið og málað. WC lagnir myndaðar og fóðraðar að hluta í framhaldinu.
2014 Skipt um eldhúsinnréttingu og opnað á milli eldhús og borðstofu.
2016 Skipt um alla glugga og gler í húsinu. Rennur endurnýjaðar. Sprautað í sprungur á suðurhlíð
2017 Skipt um þak og sperrur á bílskúr og sett öndun, ný útihurð, frárenslislagnir, vatnslagnir, veggir og loft klætt, baðherbergi með sturtu komið fyrir og gólf flotað að hluta.
2018 Baðherbergi endurnýjað. Skipt um þrýstijafnara í hitagrind. Nýtt harðparket frá Birgisson lagt á alla íbúðina. Nýjar sérsniðnar screen rúllugardínur fyrir flesta glugga.
2020 Rafmagnstafla og raflagnir endurnýjaðar í sameign, gert ráð fyrir rafbílahleðslu. Flesatr innihurðir og allir blindir karmar endurnýjaðir með hurðum frá Birgisson.
2021 Skipt um borðplötu í eldhúsi með granít borðplötu frá Rein, eldhúsvaskur límdur undir og span helluborð niðurfellt. Ný vönduð blöndunartæki í eldhúsi frá Ísleifi Jónssyni.

Allar nánari upplýsingar veitir Hera Björk, löggiltur fasteignasali - [email protected]

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali. 4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900 kr. m.vsk