311, Borgarnes

Heyholt 33

22.400.000 KR
Sumarhús
3 herb.
59 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Sumarhús
  • Stærð 59 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1995
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Remax Senter og Karl Lúðvíksson lgf, kynna í einkasölu Heyholt 33, 311 Borgarbyggð, fallegt sumarhús/heilsárshús á eignarlandi.  Húsið er 59 fm. og skiptist í andyri, alrými með stofu og borðstofu, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og svefnloft.  Góð timbur verönd er í kringum allt húsið og lítil geymsluskúr við aðra hlið hússins.  Þetta er vel staðsettur bústaður í þægilegri fjarlægð frá Reykjavík.  Stutt er í margar náttúruperlur, sundlaugar og golfvelli. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Lúðvíksson Löggiltur Fasteignasali í s: 663-6700 eða á [email protected] og Edwin Árnason, Löggiltur Fasteignasali í s: 893-2121 eða á [email protected]

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA Í 3-D

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT STRAX.


Nánari lýsing.
Anddyri / Hol :  Anddyri er flísalagt og með fataskáp
Alrými: þar sem er stofa, og borðstofa og arin, góð lofthæð er í alrými. 
Eldhús: Fallegar eikar innréttingar, gott skápa og vinnupláss.
Herbergi: Þrjú svefnherbergi eru í húsinu og gott svefnloft.  Útgengi er úr öðru herberginu út á verönd.
Baðherbergi: Baðherbergi er flísalagt, hvít innrétting, salerni og sturta.

Húsið er panelklætt að innan, Birki, og samstætt parket er á gólfum hússins fyrir utan andyri og baðherbergi sem eru flísalögð.
Fallegt umhverfi og mjög gróið.  Húsið lítur vel út og hefur verið í góðu viðhaldi. Þetta er vel staðsettur bústaður í fallegu umhverfi, stutt er í margar náttúruperlur, svo sem Paradísarlaut, Glanna, Norðurá, Hreðavatn, Grábrók. Sundlaugar á næsta leiti í Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, Borgarnesi og Krauma og tveir golfvellir í næsta nágrenni.

Aðliggjandi eignarlóð, Heyholt 35, 2496,0 m²  er einnig til sölu og er tilvalið tækifæri til að eignast þá lóð til að stækka við sig.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í síma 663-6700 eða [email protected]  og Edwin Árnason, Löggiltur Fasteignasali í s: 893-2121 eða á [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Remax Senter því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.