220, Hafnarfjörður

Arnarhraun 29

48.500.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
89 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 89 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1965
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX Senter kynnir: Fallega og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð í Arnarhrauni 29, 220 Hafnarfjörður. Eignin skiptist í opna forstofu/opið miðrými, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús innan íbúðar, en ásamt því fylgir sér geymsla í kjallara og hlutdeild í sameign, sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
 
Nánari lýsing:
Gengið er inn í alrými íbúðarinnar, Harðparket á gólfi, rúmgóður skápur í forstofu. Eldhús/borðstofa/stofa liggja saman, aðgengi frá eldhúsi inn í stofu og borðstofu. Hvít fulninga innrétting frá Ikea með gashelluborði, ísskáp og ofn í vinnuhæð. Stofa og Borðstofa liggja saman og mynda alrými íbúðrinnar mjög rúmgóð stofa með útgengi á svalir í suður, Harðparket er á gólfum.Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, snyrtileg innrétting, sturta og upphengt WC. Hjónaherbergi er með rúmgóðum skápum og harðparketi á gólfi. Barnaherbergi er með harðparket á gólfi. Þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Geymsla í sameign. Sem og hjóla og vagnageymsla. Skráður er bílskúrsréttur með eigninni, teikningar fylgja með.


Eigninni hefur verið vel viðhaldið þ.á.m.:
Nýtt harðparket á íbúðina (2019)
Baðherbergi, Nýjar flísar í hólf og gólf. Ný innrétting, klósett, blöndunartæki bæði bað/sturta, vaskur.(2019)
Ný rafmagnstafla í þvottahúsi og nýir stútar fyrir þvottavél (2019)
Eldhúsinnrétting, vaskur, blöndunartæki, helluborð, veggofn (2019)
Búið að skipta um glugga á tveimur hliðum  (2019)
Ný rafmagnstafla í þvottahúsi og nýir stútar fyrir þvottavél
Tveir nýir ofnar einn inn í stofu og annar inn í barnaherbergi (2019)
Skipt var um gler í sameign og málað glugga að utan. (2020)

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Þór Júlíusson aðstoðarmaður fasteignasala, í námi til löggildingar [email protected] eða í síma 858-7410
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 414-4700 eða [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.