220, Hafnarfjörður

Suðurgata 39

Tilboð
Fjölbýli
2 herb.
58 m 2

YFIRLIT

 • Tegund Fjölbýli
 • Stærð 58 M²
 • Herbergi 2
 • Stofur 1
 • Svefnherbergi 1
 • Baðherbergi 1
 • Inngangur Sameig.
 • Byggingarár 1960
 • Lyfta Nei
 • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX kynnir í einkasölu:  Falleg og björt tveggja herbergja 59,6 fm. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi við Suðurgötu 39b, Hafnarfirði. Íbúðin sjálf er 58,6 fm. og skiptist í forstofu, hol, baðherbergi, stofu/borðstofu, opið eldhús og svefnherbergi.  Í sameign er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla 1,1 fm. fyrir íbúð.  Gróinn sameiginlegur garður og jafnframt fylgir íbúðinni sér sólpallur í garði ca 25 fm.

Kíktu í heimsókn og sjáðu eign í 3D með því að smella hér. 

Nánari lýsing:
Gengið er inn sameiginlegan inngang inn í snyrtilega flísalagða forstofu.  Þar inn af er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla fyrir íbúð.
Inn í íbúð er gengið inn parketlagða forstofu. 
Baðherbergi er með baðkari, hvítri vaskinnréttingu með spegli og opnanlegum glugga.  Flísalagt er í hólf og gólf.
Stofa er opin inn í eldhús, þar hvít nýleg innrétting með góðu skápaplássi og svartri borðplötu. Parket á gólfum.
Svefnherbergi er rúmgott og bjart með góðum fataskáp.  Parket á gólfum.
Í garðinum er skjólgóður sólpallur ca 25 fm. sem tilheyrir íbúðinni.
Stór og gróinn garður og sameiginleg lóð.
 • Dren/möl sett upp við norð/austurhlið hússins 2017.
 • Sólpallur bakvið 25 fm., smíðaður 2016
 • Múrviðgerðir og húsið málað að utan 2016
 • Þakjárn og álfellur endurnýjað 2009
 • Eldhús endurnýjað 2008 og skipt um ofna.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 59.900 mvsk.