YFIRLIT
-
Tegund Einbýli
-
Stærð 299 M²
-
Herbergi 6
-
Stofur 1
-
Svefnherbergi 5
-
Baðherbergi 2
-
Inngangur Sér
-
Byggingarár 2007
-
Lyfta Nei
-
Bílskúr JÁ
LÝSING
RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna Hvannakur 1, Garðabæ. - SELJENDUR SKOÐA SKIPTI Á MINNI EIGN -Einbýlishús í vinsæla Akrahverfi í Garðabæ. Húsið er byggt árið 2007. Íbúðarhluti á aðalhæð er skráður 182,7fm, neðri hæð 78,6fm og bílskúr 38fm og húsið er því samtals skráð 299,3fm. Lóðin er skráð 727fm.
Húsið er frábært fjölskylduhús með fimm svefnherbergjum.3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR - 3DFÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Aðkoma: Bomanite steypt stétt fyrir framan húsið og einnig meðfram húsinu.
Efri hæð:Forstofa: Flísar á gólfi. Hvítur rúmgóður sérsmíðaður fataskápur frá Smíðaþjónustunni.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Árið 2021 var sett ný rennihurð úr rýminu út í garðinn. Arinn með granít.
Sjónvarpsherbergi: Er á milli stofu og svefnherbergisgangs og er hægt að loka rýminu með rennihurðum. Parket á gólfi.
Eldhús: Flísar á gólfi. Hvít innrétting með kvarts steini á borðum. Nýtt AEG helluborð og háfur. AEG bakaraofn í vinnuhæð. Gluggar á tvo vegu sem gefa góða birtu í rýmið.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar og sturta. Ný hvít innrétting með kvarts steini í borðplötu, breiðum vaski og 2 blöndunartækjum. Upphengt salerni. Handklæðaofn. Útgengt út á verönd með heitum potti.
Svefnherbergi: Eru þrjú á efri hæð. Parket á gólfum. Í barnaherbergjum eru fataskápar en í hjónaherbergi er fataherbergi inn af og einnig er útgengt á lóðina úr hjónaherberginu.
Þvottahús: Flísar á gólfi. Hvít innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Útgengt út á pall
Bílskúr: Flísar á gólfi. Innkeyrsluhurð með fjaropnun. Hvít innrétting. Háaloft yfir huta hússins, laus stigi upp á loft með eldvarnarlúgu. Mikið geymslupláss.
Neðri hæð: Svefnherbergi: Eru tvo og er plastparket á þeim báðum. Í stærra herberginu er sérsmíðaður skápur frá Smíðaþjónustunni.
Sjónvarpsrými: Þar var áður eldhús og þvottahús og eru allar lagnir til staðar. Rúmgott sjónvarpsrými.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Sturta. Upphengt salerni. Neðri skápur með handlaug og blöndunartækjum. Granít á borði
Lóð: Er einstaklega vönduð og smekkleg og er blandað saman af bomanite mynstursteypu með hitalögn og timburpöllum og grasflöt. Pallar eru á þrjá vegu. Heitur pottur, afgirt lóð
Hvannakur 1 er einstakleg vel skipulagt fjölskylduhús með mjög stóru og góðu útisvæði. - Þegar núverandi eigendur keyptu húsið þá var íbúð á neðri hæð og eru lagnir fyrir eldhús og þvottahús í sjónvarpsholi.
- Stiginn á milli hæða er mjög vandaður frá Konráði Jónssyni og eru þrepin staðsteypt þannig að ekkert marrar í þeim þegar gengið er um stigann.
- Ný svalahurð úr stofu/borðstofu var sett í 2021.
´-Nýir glerveggir eru úti við pottinn og við útgang úr þvottahúsi.
- Köld útigeymsla er í garði.
- Heit útigeymsla er á neðri hæð.
Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.