112, Reykjavík (Grafarvogur)

Vættaborgir 88

64.900.000 KR
Fjölbýli
3 herb.
82 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 82 M²
  • Herbergi 3
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2002
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX fasteignasala og Bjarni Blöndal lgfs kynna þriggja herbergja íbúð að Vættaborgum 88 í raðhúsalengju þar sem tvær íbúðir eru í hverju húsi. Íbúðin er á jarðhæð með aflokuðum garði í suður. Þvottahús og geymsla innan íbúðar.

Forstofa með flísum á gólfi. Hjónaherbergi með góðum fataskáp, parket á gólfi. Barnaherbergi með góðum fataskáp, parket á gólfi. Eldhús með eldri innréttingu, flísar á gólfi, útgengt út á suður pall. Þvottahús og geymsla með flísum á gólfi inn af eldhúsi. Stofa með parket á gólfi, útgengt út á suður pall. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf, handklæðaofn, upphengt wc, sturta. Allar hurðir nýlega endurnýjaðar. Íbúðinni fylgir eitt bílastæði fyrir framan húsið. 

Frábær staðsetning, barnvænt hverfi, stutt er í skóla, leikskóla og alla nærliggjandi þjónustu og verslanir í Spönginni.

Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða [email protected] 

Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. 1.Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá 69.900kr.