108, Reykjavík (Austurbær)

Dalaland 11

72.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
80 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 80 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1968
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

*** EIGNIN ER SELD EN ÞÓ MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN ***

Mikill áhugi var fyrir eigninni. 
Ef þú ert með sambærilega eign og hefur áhuga að að fá verðmat þér að kostnaðarlausu smelltu þá HÉR 
Ef þú ert að leita að framtíðareign og vilt vera á lista fyrir sambærilegar eignir smelltu þá HÉR
_______________________________
RE/MAX & HERA BJÖRK Lgf. kynna: 

Björt og falleg 4ra herbergja íbúð á 2.hæð í góðu og mikið endurnýjuðu fjölbýli við Dalaland 11 í Fossvogi.

Íbúðin er skráð 80,3 m² í Fasteignaskrá Íslands og samanstendur af 3 svefnherbergjum, alrými (eldhús / stofu), baðherbergi, geymslu og góðum suður svölum.
Eignin hefur verið endurnýjuð að stórum hluta, m.a eldhús, baðherbergi, gólfefni, skápar og ofnar. Verið er að klára stórar framkvæmdir utanhúss og eru verklok áætluð í lok október. Verkið er að fullu greitt af seljanda. 

Nánari lýsing eignar
Forstofa: Gengið inn í snyrtilega forstofu með rúmgóðum og fallegum fataskápum,  Parket á gólfi í forstofu og holi. 
Alrými (eldhús, stofa, borðstofa): Eldhús er með nýlegri og stílhreinni hvítri innréttingu. Tæki voru einnig endurnýjuð og er innbyggður ísskápur með frysti, bakaraofn, helluborð og háfur. Tengi fyrir uppþvottavél. Gótt skápapláss og eyja sem skilur eldhús frá borðstofu og stofu. Parket á gólfi. Úr alrými er útgengi út á rúmgóðar 12 m² suðursvalir með fallegu útsýni til fjalla.
Hjónaherbergi: Parketi á gólfi. 
Svefnherbergi: Parketi á gólfi.
Svefnherbergi: Parketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með "walk-in" sturtu, nýlegum löndunartækjum frá Hansa, Grohe klósettkassa/salerni og handklæaðofni. Góður skápur sem getur fylgt ef vill. Tengi fyrir þvottavél/þurrkara. 
Geymsla:  Sérgeymsla fylgir eigninni. Hún er 4,5 m² (ekki inni í skráðum fermetrum) og er staðsett á jarðhæð. Einni fylgja góðir geymsluskápar á stigapalli inngang íbúðar. 
Sameign: Þvottahús og sameiginleg hjólageymsla.

Viðhald innan og utan á undanförnum árum: 
2018-2021

Eldhús fært og endunýjað ásamt, tækjum ofnum og rafmagi.
Hitagrind og aðalrafmagnstafla uppfærð auk þess að farið var í að endurnýja dren og frárennslislagnir.
2022-2024
Baðherbergo endurnýjað frá A-Ö og flísalagt í hólf og gólf. 
Nýir gluggar á norðurhlið og austurgafl lagfærður og klædur með nýrri klæðningu.
Sumar og haust 2024 - Allt húsið tekið í gegn að utanverðu:
Þak endurnýjað og allt húsið múrviðgert og málað.
Gluggaskipti á suðurhlið ásamt öllum sameignargluggum (anddyri, þvottahús&hjólageymsla, sérgeymsla). 
Svalagólf brotin upp, vatnshalli lagaður, flotað og sílanborið.
Þak og ytra byrði á anddyri viðgert.
Verkið er komið vel á veg og eru verklok áætluð í lok október 2024.

Hér er um að ræða vel skipulagða og skemmtilega eign í þessum fjölskylduvæna íbúðarkjarna í Fossvoginum, frábærlega staðsett framarlega í hverfinu og í þægilegu göngufæri við verslanir og þjónustu, leikskóla, skóla, verslanir og útivistaparadísina í Fossvogsdalnum. Gott aðgengi er að almenningssamgöngum og stutt í stofnbrautir.

Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma 774-1477 og [email protected] 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk