Þórdís Björk Davíðsdóttur löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna:Einstaklega vel staðsett og vel skipulagt einbýlishús á þremur hæðum með bílskýli m/upphitaða geymslu og auka íbúð m/sérinngangi til útleigu í kjallara hússins.
Einstaklega fallegt og mikið útsýni til austurs að Elliðaárdal, Elliðavatni, Heiðmörk og til Bláfjalla. Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 231,3 fm sem skiptist í kjallara sem er íbúð í útleigu 76,2 fm, aðalhæð 77,8 fm, rishæð 48,5 fm og bílskýli ásamt upphitaðri geymslu 28,8 fm. Húsið stendur á hornlóð og hafa seljendur látið teikna upp garðinn af landslagsarkitekt og geta þær teikningar fylgt með.
Sami leigjandi hefur verið í aukaíbúðinni í kjallara frá árinu 2016 og er hún tilbúin að vera áfram.Húsið hefur fengið gott viðhald og fylgir listi og upplýsingar frá seljendum með söluyfirliti eignar ef smellt er hér fyrir neðan. SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS** Viðahaldsupplýsingar frá seljendum - sjá í viðhengi með söluyfirliti og neðar í texta ** SMELLTU HÉR - skoða aðalhæð og efri hæð í 3D
SMELLTU HÉR - skoða aðalhæð og efri hæð í 3D_ÁN HÚSGAGNA 3D er = OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.** Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2026 er kr. 118.850.000.-**Húsið er á þremur hæðum og eru allar hæðir innangengar. Frá 2016 hefur þó verið lokað á milli aðalhæðar og jarðhæðar og sett upp geymsla í stiganum þar sem íbúð jarðhæðar hefur verið í útleigu frá 2016.
Nánari lýsing eignar:Aðal hæð: forstofa, baðherbergi, þvottahús, herbergi, stofa, borðstofa og eldhús.
Komið er inn í
forstofu aðalhæðar með fatahengi og teppi á gólfi.
Við forstofu er
baðherbergi sem var endurnýjað 2016 (sjá nánar viðhaldsblað) með salerni, sturtu, handlaug, opnanlegu fagi á glugga og dúk á gólfi. Úr forstofu er komið inn í
miðrými aðalhæðar. Gegnheilt eikarparket er á aðalhæð hússins utan forstofu og votrýma.
Þvottahús er á vinstri hönd með skolvaski, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, ágætis geymsluplássi og dúki á gólfi.
Herbergi er á hægri hönd sem er mjög rúmgott með glugga til vesturs og parketi á gólfi.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í einstaklega björtu og opnu rými með parketi á gólfi.
Í
eldhúsi er ljós og viðarlituð innrétting með viðar borðplötu, góðu skápaplássi, tengi fyrir uppþvottavél, helluborð og bakarofn endurnýjað á síðustu árum.
2009 var eldhússkipan breytt og sett upp eyja með skilvegg við borðstofu.
Borðstofa og stofa eru einstaklega rúmgóð og björt. Gluggar eru eftir allri austurhliðinni með einstaklega fallegu útsýni og suðurs.
Árið 2016 var öllum timburhluta á austurhlið aðalhæðar og rishæðar skipt út með nýrri grind, einangrun, ytra og innra byrði ásamt öllum gluggum og svalahurð. Skemmdar svalir voru teknar en ekki settar nýjar í stað þeirra sem voru.
------------Efri hæð: Sbr.teikningar eiga að vera þrjú herbergi, miðrými og baðherbergi - en búið er að taka niður veggi og sameina tvö herbergi og miðrými og er eitt stórt alrými fyrir sjónvarpsstofu og skrifstofu.
Einstakt útsýni er til austurs - Bláfjöll, Elliðavatn, Heiðmörk o.fl.
Geymslurými er undir súðinni og einnig á háalofti.Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum fataskápum, gluggum til vesturs og dúk á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott með salerni, handlaug og tengi fyrir baðkar. Dúkur er á gólfi og opnanlegt fag á glugga. Seljendur hafa sett upp hillur fyrir geymslurými eftir að baðkar var tekið. Baðherbergi er að mestu upprunalegt.
------------Íbúð jarðhæð: forstofa, gangur/miðrými, stofa, borðstofa, eldhús, salernig og þvottahús.
SMELLTU HÉR - Skoðaðu SÉR íbúð í kjallar í 3D
SMELLTU HÉR - Skoðaðu SÉR íbúð á jarðhæð í 3D_ÁN HÚSGAGNAKomið er inn í flísalagða
forstofu með fatahengi. Útidyrahurð var endurnýjuð 2024.
Komið er inn á
gang/miðrými úr forstofu með teppi á gólfi.
Stofan og borðstofan eru í samliggjandi rými þar sem hefur verið slegið upp léttum veggi sem auðvelt er að taka niður. Flotað gólf
(2013) gluggar snúa til norðurs, austurs og suður. Útgengt er í garðinn til austurs úr stofunni.
Herbergið er rúmgott með góðum fataskápum og teppi á gólfi.
Eldhús var endurnýjað 2016 og er hvít innrétting frá IKEA ásamt tækjum, tengi fyrir uppþvottavél og dúkur á gólfi.
Salerni er sér og sturta er í þvottahúsi. Á salerni er skápur undir handlaug og dúkur á gólfi. Sturtuklefi er í þvottahúsinu en þar er einnig inntakið fyrir allt húsið.
------------Ethernetkaplar voru settir í allt húsið árið 2009.
----------
Garður er gróinn og er lóðin 847,0 fm að stærð. Árið 2013 var lóð á norðurhlið og framan við húsið (tröppur) grafin upp, skipt um jarðveg, lögð stétt með snjóbræðslu, nýtt dren og drendúkur, tröppur og steinbeð ásamt lágum steinkanti milli lóða. Allt unnið af fagmönnum. (sjá yfirlit frá seljendum)
Bílskýli er skráð 28,8 fm. Þar af er 9 fm lokaður og upphitaður
geymsluskúr m/rafmagni sem er nýttur sem vinnustofa. 2013 var lagður hiti í skúrinn- ofn, kalt vatn í krana í skúr og sett upp vifta.
Um er að ræða einstaklega góða og vel með farna eign sem hefur fengið gott viðhald og ýmislegt verið alveg endurnýjað, sjá viðhengi frá seljendum. Eignin býður upp á mikla möguleika ásamt því að halda leigutekjum með góðum og ábyrgum leigjanda. Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.is** Viðahaldsupplýsingar frá seljendum **2009 - Skipt um gólfefni á aðalhæð, gólf flotað og sett gegnheilt eikarparket
2009 - Ethernetkaplar settir í allt húsið, rafmagnsdósum fjölgað eða þær stækkaðar til að bæta við fjölda innstungna á aðalhæð og annarri hæð.
2013 - Gólf í stofu og borðstofu í íbúð á jarðhæð flotað og veggir málaðir.
2013 - Hitil lagður í skúrinn og settu rofn. Kalt vatn lagt í krana í skúr og sett upp vifta í geymsluskúr.
2013 - Lóð á norðurhlið og framan við húsið (tröppur) grafin upp, skipt um jarðveg, lögð stétt með snjóbræðslu, nýtt dren og drendúkur, tröppur og steinbeð ásamt lágum steinkanti milli lóða. Allt unnið af fagmönnum.
2014 - Húsið allt málað, tré og steinn.
2016 - Allir ofnar, ofnalagnir og neysluvatnslagnir á aðalhæð og rishæð endurnýjaðir. Var búið að gera af fyrri eigendum fyrir kjallara (fyrir 2009)
2016 - Eldhús í kjallara endurnýjað
2016 - Flíkkað upp á baðherbergi á aðalhæð, nýjar lagnir og legu þeirra breytt, settur veggur utan um lagnir og stamma, sett upp gler fyrir sturtu, ný blöndunartæki sem hafa þó verið endurnýjuð síðan þá, settur nýr vaskur, hillur og málað.
2016 - Allur timburhlutinn á A-hlið hússins endurgerður, s.s. algjörlega skipt út, með nýrri grind, einangrun, ytra og innra byrði. Nýir gluggar í alla hliðina (aðalhæð og rishæð) SG gluggar og BYKO. Svalir teknar þar sem þær voru orðnar lélegar en ekki hafa verið settar upp nýjar svalir ennþá.
2017 - Gólfefni endurnýjað í opnu rými á rishæð - European Oak Wicanders Hydro kork-vinylparket og hljóðeinangrandi undirlag.
2018 - Nýjar og breiðar tröppur steyptar og sett upp handrið. Hurð úr þvottahúsi skipt út fyrir glugga (BYKO).
2019 - Þak málað (júlí /ágúst - Tré og málun)
2023 - Stífla í fráfallsröri í stofu í kjallara (undir eldhúsvaski á aðalhæð) að hluta innan veggjar og hluta utan. Skólphreinsun Ásgeirs sf. losuðu en J.J. Píulagnir endurnýjuðu lögnina á kostnað tryggingafélags.
2023 - Á suðurhlið: Standandi fúaspytum skipt út, öllum lárettum spýtum skipt út, lektur lagaðar / endurnýjaðar og gert nýtt vatnsbretti. Öll suðurhlið og hluti framhliðar málaður. Steinkjallari málaður. Bílskúrsþak málað með skipagrunni.
2024 - Steinkjallari málaður að utan. Skipt um útihurð inn í kjallaraíbúð (Húsasmiðjan)
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. - Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk