RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna Seljavog 3, Höfnum í Reykjanesbæ. Fnr. 209-4311Húsið var byggt árið 1980 og er birt stærð þess hjá Þjóðskrá 145,3fm. Skráð byggingarefni hússins er timbur. FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Aðkoma: Möl á stæði sem liggur að húsinu.
Forstofa: Flísar á gólfi, fataskápur.
Gestasalerni: Flísar á gólfi. Upphengt salerni. Handlaug með blöndunartæki.
Þvottahús: Er inn af forstofu, flísar á gólfi, skápur, vaskur, útgengt á lóð.
Stofa/Borðstofa: Parket á gólfi, útgengt á útisvæði.
Eldhús: Svört u-laga innrétting, hvít borðplata, tveir nýlegir vaskar, stór gluggi með fallegu útsýni.
Svefnherbergi: Eru fjögur og er parket á gólfum þeirra
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtutæki. Upphengt salerni. Hvít innrétting með handlaug. Gluggi er í rýminu.
Lóðin: Tyrft lóð. Góður hellulagður pallur með góðum skjólveggjum og heitum potti. Góð útigeymsla við enda pallsins.
Seljavogur 3 er fallegt einbýlishús í rólegheitunum í Höfnunum sem er lítið en vaxandi samfélag. Hellulagt og afgirt útisvæði með heitum potti, útisturtu og útiskúr, sem snýr til suðvesturs. Afar rúmgott alrými. Háaloft með góðu geymsluplássi. Byggingarréttur er fyrir bílskúr á lóðinni. Útsýni til Keflavíkurflugvallar með titrandi ljósum í myrkrinu. Esjan, Akrafjall og Snæfellsjökull í fjarska á sólríkum degi. Góðar almennissamgöngur eru úr Höfunum yfir til Keflavíkur og Njarðvíkur.
Allar nánari upplýsingar veitir:Dagbjartur Willardsson lgf. í síma
861-7507 eða
daddi@remax.is.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
Í
lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.