Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Falleg og björt fimm herbergja íbúð í Ásakór 3, 203 Kópavogi. Eignin er samtals 190,9 fm og þar af 19,6fm bílskúr. Eignin er vel skipulögð og telur fjögur svefnherbergi, stofu og eldhús í opnu rými, baðherbergi, þvottaherbergi með salernis aðstöðu, geymslu, hjóla- og vagnageymsla. Rúmgóðar svalir til suðurs.
Bókið skoðun hjá Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.is eða hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Snyrtileg forstofa, rúmgóður fataskápur og flísar á gólfi.
Svefnherbergi I: Innangengt frá forstofu, fataskápur sem nær upp í loft og viðarparket á gólfi. Fallegt útsýni.
Svefnherbergi II: Búið er að opna á milli herbergja I og II, rúmgott herbergi, fataskápur sem nær upp í loft og viðarparket á gólfi. Fallegt útsýni.
Svefnherbergi III: Rúmgott herbergi, fataskápur sem nær upp í loft og viðarparket á gólfi. Fallegt útsýni.
Eldhús: Vel skipulagt eldhús með eyju, innrétting með efri skápum sem ná upp í loft og borðplata úr svörtum granít. viðarparket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð með viðarparketi á gólfi.
Svalir: Útgengt á stórar svalir úr stofu mikið útsýni til suður og vesturs.
Svefnherbergi IV: Rúmgott hjónaherbergi með góðum fatakrók (fataherbergi) sem ná upp í loft, viðarparket á gólfi.
Gestasalerni & Þvottaherbergi: Tengi fyrir þvottavél og þurrkara, innrétting og flísar á gólfi, upphengt WC.
Baðherbergi: Stór innrétting, upphengt wc, handklæðaofn, sturta og baðkar með sturtu. Flísar á gólfi og veggjum.
Geymsla: 12,2 fm. geymsla í sameign.
Sameign: Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Sameign er öll sú snyrtilegasta og búið að koma fyrir hleðslustöðvum á bílastæði.
Á jarðhæð er sameiginleg hjólageymsla. Húsfélagið er hjá Eignaumsjón.
Eignin er óvenju rúmgóð, vönduð, björt og opin með stórum svefnherbergjum og stórkostlegu útsýni.
Stutt er í skóla, sund og íþróttastarf auk vinsælla útivistarsvæða td. við Guðmundarlund og Elliðavatn.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.