Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:
Vel skipulögð, vönduð og flott þriggja herbergja 102,7 fm. íbúð á 4. hæð ( efsta hæð - íbúð 413 ) með tvennum yfirbyggðum og flísalögðum svölum með svalalokun, sér geymslu í sameign
og tveimur bílastæðum í bílakjallara í glæsilegu fjölbýlishúsi við Norðurbakka 3C í Hafnarfirði.
Vandaðar innréttingar og fallegt gólfefni. Quarts steinn á eldhúsborði og á eldhús eyju, sérsmíðaður skenkur inn í stofu og sérsmíðaðar hillur inn í sjónvarpsherberginu. Sér þvottahús er inn af baðherberginu. Öll rými eru parketlögð með vönduðu viðar parketi að undanskildu baðherbergi, þvottahúsi og svölum sem eru flíslalögð. Íbúðin er skráð 95,2 fm. og sér geymsla í kjallara er 7,5 fm. eða samtals 102,7 fm.
Smelltu á linkinn til að skoða íbúðina í 3DBókaðu skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is
Komið er inn í forstofu, þar eru innbyggðir hvítir fataskápar, á vinstri hönd er gengið inn rúmgott og bjart hjónaherbergi með hvítum fataskápum og útgnegi út á yfirbyggðar og flíslalagðar svalir með sjávarútsýni ( Hornbaðkar á mynd á svölunum verður fjarlægt, eigandi tekur það með sér )
Á hægri hönd frá forstofu er gengið inn á flísalagt baðherbergi með stóra og góða sturtu með glerþili og handklæðaofni. Upphengt salerni og hvít baðinnrétting með tveimur skúffum og handlaug, spegil þar fyrir ofan með lýsingu. Þar við hlið er svo baðskápur með gott geymslupláss.
Inn af baðherberginu er sér þvottahús með innréttingu til að hafa þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, kústaskápur þar á móti. Frá forstofu er gangur inn í bjart og opið alrými með gluggum í sitthvorum enda þess, þar er stór og góð eldhúsinnrétting með eyju í miðjunni. Innbyggður ísskápur og tveir ofnar í vinnuhæð. Innfeld uppþvottavél, gott vinnu- og borðpláss ásamt góðu skápa- og skúffuplássi. Borðstofan liggur svo á milli eldhús og stofu, þar meðfram veggnum er sérsmíðaður viðar skenkur. Út frá stofunni er gengið út á yfirbyggðar og flíslagðar svalir með útsýni til sjávar.
Inn af stofunni er svo rúmgott herbergi sem hægt er að loka af með rennihurð, þar eru sérsmíðaðar hillur á einum vegg og áfast skrifborð þar við hlið. Þetta herbergi hefur verið nýtt sem sjónvarpsherbergi.
Íbúðinni fylgir tvö bílastæði í lokuðum bílakjallara undir húsinu, rafhleðslustöð komin upp hjá öðru þeirra.
Íbúðinni fylgir sér 7,5 fm. geymsla í kjallara hússins með smá millilofti, þar sem lofthæð er mjög góð.
Afar falleg íbúð á eftirsóttum og rólegum stað miðsvæðis í Hafnarfirði - öll helsta þjónusta í göngufæri - verslanir, veitingastaðir, fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði í næsta nágrenni.
Nánari upplýsingar: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, gulli@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.