RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Reynidal 7, íbúð 0106 - fnr. 250-8336Íbúðin er skráð samkvæmt Þjóðskrá 97,3 fm. Húsið er byggt árið 2020 og er fjölbýlishús með fjórum íbúðum. íbúðin er á neðri hæð hússins og er með sér inngangi.
FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Aðkoma: Malbikuð stæði eru fyrir framan húsið og er eitt sérmerkt stæði og einnig eru gestastæði.
Forstofa: Er með flísum á gólfi og fataskáp.
Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu rými: Þar er parket á gólfi. Stílhrein eldhús innrétting með góðu skápa og vinnuplássi þar sem gert er ráð fyrir uppþvottavél. Útgengt á verönd.
Svefnherbergi: Eru tvö eru með parketi á gólfum, fataskápar eru í þeim báðum.
Baðherbergi: Er með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Þar er falleg innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta. Inn af baðherbergi er þvottahús með flísum á gólfi og ljósri innréttingu.
Geymsla: Er innan íbúðar, parket á gólfi. Þar er gluggi og því mögulegt að nýta rýmið sem herbergi.
Lóð: Sameiginleg lóð sem er tyrfð.
Merkt bílastæði fylgir eigninni. Á baklóð er góð verönd sem snýr til suðvesturs. Frábær staðsetning þar sem stutt er í glæsilegan nýjan grunn- og leikskóla, Stapaskóla. Íbúðin er einstaklega falleg og aðlaðandi. Stutt er í alla þjónustu, Stapaskóla, glæsilegur leik- og grunnskóli. Góðar gönguleiðir eru í hverfinu. Stutt er á Fitjar þar sem er mikill þjónustukjarni með veitingastöðum og matvörubúðum.Allar nánari upplýsingar veitir:Dagbjartur Willardsson lgf hjá Remax í s:
861-7507 eða á
daddi@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.