Fasteignasalarnir Vernharð Þorleifsson og Magga Gísladóttir kynna mikið endurnýjað og einstaklega fallegt endaraðhús með tvöföldum bílskúr á þessum vinsæla stað.
Eignin er á tveimur hæðum.
Á neðri hæðinni eru forstofa, þvottahús, baðherbergi, tvö rúmgóð herbergi, annað þeirra með eldhúsaðstöðu, geymsla, búr og bílskúr.
Á efri hæðinni eru stofa, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Útgengt er á skjólsæla, sólríka og afgirta verönd.
Fasteignamat 2026 er 165.250.000Frekari upplýsingar veita Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 / venni@remax.is og Magga Gísladóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-7494 / magga@remax.isKíktu í heimsókn til okkar á Facebook eða
á InstagramNánari lýsing:
Neðri hæð.
Forstofa: Flísalögð, fatahengi.
Hol. Flísalagt, fataskápur.
Þvottahús. Flísalagt, nýleg innrétting með vask. Endurnýjað 2018.
Baðherbergi. Flísalagt, nýleg sturta og gler. Innrétting. Hiti í gólfi.
Tvö rúmgóð herbergi, annað er rétt um 25 fm og er nýtt sem fjölskyldurými í dag. Lítil eldhúsinnrétting og parket á gólfi.
Tvöfaldur bílskúr. Skráður 49,2 fm. en væri auðveldlega hægt að stækka á kostnað annars herbergisins á hæðinni. Nýlegt epoxy á gólfi. Skápur með vask. Hleðslustöð fyrir rafbíl.
Geymsla inn af bílskúr.
Efri hæð.
Stofa. Björt með parket á gólfi.
Eldhús. Falleg innrétting, vönduð tæki, flísar á veggjum og parket á gólfi. Hiti í gólfi.
Hjónaherbergi. 2018 var hjónaherbergið sameinað samliggjandi herbergi og þar útbúið fataherbergi. Parket á gólfi. Mikið útsýni.
Tvö barnaherbergi með parket á gólfi og háum rúmum með stiga. Annað með fataskáp.
Baðherbergi. Sturtuklefi og baðkar. Snyrtileg innrétting með góðu geymsluplássi. Flísar á gólfi og veggjum. Hiti í gólfi.
Lóðin er gróin og falleg. Sólpallurinn er sérstaklega skjólsæll og þar nýtur sólar vel yfir daginn og fram á kvöld.
Bílaplanið var hellulagt 2020. Hiti er í stéttinni og hluta innkeyrslunnar. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl fylgir.
Húsið var málað 2019.
Þakið var málað og neglt upp 2018.
Þvottahúsið endurnýjað 2018.
Eldhúsið og bæði baðherbergin endurnýjuð á seinustu 10 árum.
Nýlegt parket er á allri efri hæðinni.
Þetta er einstaklega snyrtilegt og vel við haldið hús í grónu hverfi. Stutt er í skóla, íþróttasvæði og aðra þjónustu í Garðabæ.