Magnús Már Lúðvíksson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna: Risíbúð í húsinu Sjónarhóll.
3 herbergja íbúð á þessum fallega stað með stórbrotnu útsýni yfir gamla bæinn, höfnina og Reykjanesið.Nánari lýsing eignar:
Anddyri: Parket á gólfi, rúmgott.
Herbergi: Parket á gólfi.
Herbergi: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi, fibotrespo baðplötur á veggjum, salerni, sturta, baðkar, innrétting undir handlaug, tengi fyrir þvottavél.
Eldhús: Parket á gólfi, innfeld uppþvottavél, innfeldur ísskápur, span helluborð, undirlímdur vaskur, steinn á borðum.
Stofa: Parket á gólfi, rúmgóð og björt stofa með fallegu útsýni, útgengt út á svalir
Geymsla: Sérgeymsla í sameign ásamt sameiginlegu rými.
Garður: Fyrir aftan húsið er fallegur gróinn garður með litlum garðskála sem er í sameign
Þakgluggar eru stífir. Ekki hefur verið óskað eftir leyfi til að útbúa kvist við svalir.
Áætlað er að fara í þakviðgerðir, ekkert samþykkt ennþá.
Eignin er skráð samkvæmt þjóðskrá Íslands íbúð 63,0 fm og geymsla 4,8 fm samtals 67,8 fm en gólfflötur er 79,0 fm þar sem hluti er undir súð (180cm)Frekari upplýsingar veitir Magnús Már Lúðvíksson löggiltur fasteignasali maggi@remax.is