RE/MAX ásamt Gylfa Jens og Guðbjörgu Helgu löggiltum fasteignasölum kynna Boðagranda 7, 107 Reykjavík.
Björt og falleg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í vel staðsettu fjölbýli í vesturbæ Reykjavíkur. Sérgeymsla er í kjallara hússins. Sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu. Virkt húsfélag er í húsinu. Göngufæri er í leikskóla, grunnskóla, íþróttasvæði KR, sundlaug Vesturbæjar og ýmsa þjónustu á Eiðistorgi. Handan götunnar er útivistarsvæði, og endurgerðir hjóla- og göngustígar.Eignin er skráð 77,2 fm hjá Fasteignaskrá, þar af íbúðarhluti 72,5 fm og sérgeymsla 4,7 fm. Sérstæði í bílageymslu er á sér fastanúmeri 202-5102.
Áætlað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 71.830.000,-
** SÆKTU SJÁLFVIRKT SÖLUYFIRLIT MEÐ NÁNARI UPPLÝSINGUM HÉR ****SKOÐAÐU EIGNINA Í ÞRÍVÍDD OG MÆLDU FYRIR ÞÍNUM HÚSGÖGNUM HÉR** NÚVERANDI SKIPULAG: Forstofa, stofa, eldhús, baðherbergi, 2 herbergi, sérafnotaflötur með viðarverönd, sérgeymsla í kjallara og einkastæði í lokaðri bílageymslu.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:Samstætt parket er í íbúðinni fyrir utan forstofu og baðherbergi þar sem eru flísar.
Forstofa: Rúmgóð með fataskáp.
Stofa: Björt og rúmgóð með útgengi út á viðarverönd til vesturs.
Eldhús: Viðarinnrétting, flísar á milli skápa. Eldavél. Borðkrókur með glugga til suðurs.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar og innrétting með vaski. Tengi fyrir þvottavél.
Herbergi I: Rúmgott með stórum skápum. Gluggi til vesturs.
Herbergi II: Stórir skápar. Gluggi til vesturs.
Í KJALLARA HÚSSINS:Sérgeymsla.
Sameign: Sameiginleg hjólageymsla.
Innangengt er í bílageysmlu sem er sameiginleg fyrir Boðagranda 1-7.
Umfangsmiklar framkvæmdir á ytra byrði og gluggum standa yfir og fer að ljúka. Sömuleiðis malbikun og málun á bílastæði. Seljandi greiðir fyrir þær framkvæmdir.
Íbúðin er að mestu leyti upprunaleg en er nýmáluð.
Samantekið er þetta afar sjarmerandi og skemmtileg 3ja herbergja íbúð á vinsælum stað með einkabílastæði í lokaðri bílageymslu.
Allar nánari upplýsingar veita:
Gylfi Jens löggiltur fasteignasali og lögmaður í netfanginu gylfi@remax.is og síma 822 5124 og
Guðbjörg Helga löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í netfanginu gudbjorg@remax.is