RE/MAX Ísland logo
Skráð 18. sept. 2025
Söluyfirlit

Sjafnargata 14

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
384 m2
10 Herb.
7 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
291.750.000 kr.
Brunabótamat
116.450.000 kr.
RE/MAX
Mynd af Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1930
Þvottahús
Garður
Margir inngangar
Fasteignanúmer
2009073
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
4
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Gott, endurnýjað og eða yfirfarið árið 2020
Raflagnir
Gott, endurnýjað og eða yfirfarið árið 2020
Frárennslislagnir
Gott, endurnýjað og eða yfirfarið árið 2020
Gluggar / Gler
Gott, endurnýjað og eða yfirfarið árið 2020
Þak
Skipt var um þak á húsinu og settar þaksvalir í staðinn árið 2020. Ath þarf þakdúk að nýju
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Já, svalir og þaksvalir
Upphitun
Hefðbundið ofnakerfi
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: 

Vandað og flott 384,0 fm. einbýlishús með bílskúr við Sjafnargötu 14 í 101 Reykjavík. 

Í húsinu eru sjö herbergi, þrjár stofur, tvö baðherbergi og tvö gestasalerni. 


Húsið er mjög vel staðsett á hornlóð neðan við götu með flott og gott útsýni frá þaksvölum þess. 

Einstök og sögufræg eign á eftirsóttum stað.


Húsið hefur fengið gott viðhald og allar endurbætur á því hefur verið með vandaðasta móti;
Árið 2020 var eignin uppgerð að innan, þ.m.t. voru endurnýjuð öll gólfefni, innréttingar, lýsing, allar lagnir, rafmagn, hurðar og gluggar. Skipt var um þak á húsinu og settar þaksvalir í staðinn  Þak yfirfarið að nýju árið 2025. Gegnheilt niðurlímt síldarbeinsparket sett á gólf. Allir gluggakarmar og öll gerefti voru endursmíðuð eftir upprunalegri forskrift. Upprunalegir pottofnar hafa allir verið hreinsaðir og pólýhúðaðir.

Teiknaðar hafa verið breytingar sem fela í sér stækkun á hjónasvítu og möguleika á að setja tvö baðherbergi með sturtu fyrir herbergin í kjallara hússins. Þeir möguleikar eru því fyrir hendi fyrir þá sem það vilja. 

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is 

Smelltu á linkinn til að sjá húsið í 3-D

Aðalhæð hússins: Komið er inn í flísalagða forstofu með stóran speglavegg í enda þess og aðgengi inn á gestasalerni, þar er opnanlegur gluggi, dökkar flísar upp miðjan vegg og speglar á tveimur veggjum. Handlaug og upphengt salerni. Frá forstofu er komið inn í bjart og opið hol með sömu flísum á gólfi. Þar er hátt til lofts og glæsilegur teppalagður stigi með aðgengi niður á neðri hæð og upp á efri hæðir hússins. Frá holinu/stigagangi er gengið inn í eldhús, borðstofu og samliggjandi stofur með útgengi út á svalir til suðurs. Eldhúsið er með niðurtekið loft, innfelld ljós og með sömu flísum á gólfi og eru í holinu og inn í forstofu. Eldhúsinnrétting er L-laga og með eyju sem er áföst við einn vegg með helluborði og viftu þar fyrir ofan. Innréttingin er svört með hvítum marmara á borðum og undirlímdan vask. Mikið og gott skápa-, skúffu- og vinnupláss. Tvöfaldur svartur ísskápur og með ofn í vinnuhæð ásamt infellda uppþvottavél. Gluggar inn í eldhúsi gefa góða birtu inn. Dökkar flísar og speglar eru við gluggana tvo. Hægt er að hafa fjóra barstóla við eyjuna. Við eldhúsið er rúmgóð borðstofa sem liggur samliggjandi með tveimur stofum, bjartar og rúmgóðar stofur. Gegnheilt niðurlímt síldarbeinsparket er á gólfum inn í stofum og inn í borðstofu. Útgengi er út frá borðstofu út um tvöfaldar svaladyr út á svalir með flísum á gólfi og gler handriði. Aðgengi er frá svölum niður í afar skjólsælan, stóran og gróinn suðurgarð.

Efri hæð hússins  Á efri hæð er komið upp í alrými með niðurlímt síldarbeinsparket á gólfi. Á hæðinni eru fjögur svefnherbergi, öll herbergin eru með niðurlímt síldarbeinsparket á gólfum. Hjónasvítan er rúmgóð og björt með útgengi út á suðursvalir með flísum á svalargólfi og glerhandriði. Í svítunni eru innbyggðir fataskápar með rennihurðum og á einum öðrum vegg eru aukalega nokkrir aðrir fataskápar. Inn af svítunni er sér baðherbergi með opnalegum glugga og dökkum flísum á bæði gólfi og á veggjum þess. Baðinnréttingin er dökk með handlaug og skúffum þar fyrir neðan. Spegill og lýsing þar fyrir ofan. Baðskápur þar við hlið. Upphengt salerni og handklæðaofn. Sturtan er með steinalagt gólf og með glerþili. Herbergin hin þrjú á hæðinni eru öll líka mjög rúmgóð. Innbyggður fataskápur er í einu þeirra. Á hæðinni er einnig annað sér baðherbergi með opnanlegum glugga, dökkum flísum á gólfi og hvítum flísum á veggjum. Baðkar og dökk innrétting með hvítri handlaug og skúffum þar fyrir neðan. Spegill og lýsing þar fyrir ofan. Upphengt salerni og handklæðaofn.

Arinnstofa/þaksvalir: Af stigapalli efri hæðar er gengið upp teppalagðan stiga upp í arinstofu sem er á efstu hæð hússins. Á gólfi er niðurlímt síldarbeinsparket með gúmmimottum ofan á. Búið er að útbúa þar æfingaraðstöðu með spegla sem þekja einn vegginn og glugga þar á móti sem vísar út á þaksvalir. Á hæðinni er  arinn og nett innrétting með handlaug. Gengið er þaðan út á stórar þaksvalir með glerhandrið og glæsilegt útsýni að Hallgrímskirkju, yfir flugvöllinn, Þingholtin og víðar.

Kjallari hússins: Frá aðalhæð hússins er gengið niður um teppalagðan stiga inn í teppalagt hol með aðgengi að öðrum rýmum hæðarinnar. Kjallarinn er með fullri lofthæð og sér inngangi. Þar er stofa með gluggum í tvær áttir og með niðurlímt síldarbeinsparket á gólfi. Þar við hlið er svo annað mjög rúmgott herbergi með fataskápum niðurlímt síldarbeinsparket á gólfi.  Þar við hlið er svo annað minna herbergi með niðurlímt síldarbeinsparket á gólfi og mikið af fataskápum á móti hvor öðrum. Á hæðinni er auk þess sér rúmgott þvottahúsið með dökkum flísum á gólfi og mikið og gott skápa- og vinnupláss. Inn af þvottahúsi er sér stór sturta með sömu dökk flísunum á gólfi og hvítum flísum á veggjum. Auk þess er sér gestasalerni á hæðinni með dökkum flísum á gólfi og hvítum flísum á veggjum, dökk baðinnrétting með hvítri handlaug og skúffum, spegill þar fyrir ofan og upphengt salerni þar við hlið. Þar við hlið er svo lítil sér geymsla. Gengið er svo út frá holi upp um nokkur þrep og út um sérinngang. 

Bílskúr hússins: Bílskúrinn er með sérsmíðaða bílskúrshurð, nýlegum gluggum og endurnýjuðum heita- og kaldavatnslögnum. Sér bílastæði fylgir húsinu fyrir framan bílskúrinn. 

Garðurinn: Hann er afar skjólsæll og flottur, stór og gróinn suðurgarður með mikið af möguleikum.

Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / gunnar@remax.is

Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.  Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2.  Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3.  Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-





 
Byggt 1930
37 m2
Fasteignanúmer
2009073
Byggingarefni
St+hlaðið
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Brunabótamat
11.450.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Opna eign
3D Sýn
Bílskúr
Image
Opna eign
Bleikjukvísl 24
110 Reykjavík
412.9 m2
Einbýlishús á tveimur hæðum
1025
557 þ.kr./m2
230.000.000 kr.
RE/MAX Ísland logo
Við vinnum fyrir þig
Hafðu samband
skrifstofa@remax.isS: 4777777
Skeifunni 17
kt. 480506-0810
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - RE/MAX Ísland
Knúið af
Fasteignaleitin