Erling Proppé lgf. og Remax kynna: Glæsileg og vönduð 70 m2 geymslubil á einni hæð við Stálhellu 22, 221 HFJ.
AFHENDING BYRJUN SUMARS 2026
Hafið samband til að fá nánari upplýsingar eða SMELLTU HÉR
Erling Proppé .lgf // 690-1300 // erling@remax.is - VANDAÐUR OG TRAUSTUR BYGGINGARAÐILI -- 1-2 mín. akstur á nýjum vegi frá Reykjanesbrautinni.
- Tvö aðgangsstýrð hlið inn á afgirt svæði ásamt myndavélakerfi. - sett upp við fyrsta hús.
- 160mm þykkar yleiningar í þaki + 2x lag af IKO þakpappa lagt af þaktak ehf., minna varmatap og betri hljóðeinangrun td. gegn regni.
- Yleiningarnar eru í C4 tæringarflokki að utan, C2 að innan sem þýðir betri ending og meiri gæði.
- Hágæða Epoxy gólf, tveggja þátta epoxy fjölliðuefni með mikið högg og slitþol. Meiri togstyrkur en í steypu.
- Gólfhiti
- Sér rafmagnsmælir fyrir hvert bil. Borgaðu bara fyrir það sem ÞÚ notar.
- Stórir gluggar yfir bílskúrshurð með stórum opnanlegum fögum sem gætu nýst sem flóttaleið.
- Hágæða hurðir og gluggar úr áli frá Raynaers
- Hágæða bílskúrshurðir frá Wisniowski. Bílskúrshurðarmótor fylgir.
- Bilin eru 6,6m á breidd x 10,5m dýpt, 6,43 m hæð við útvegg, 7,8 m hæð við mæni.
- Dregið í öll bil fyrir ljósleiðara.
- Undirstöður & botnplata staðsteypt, niðurfallsrist verður fyrir innan innkeyrsluhurð.
- Engin virðisaukaskattskvöð!
MilliloftAth. Ekkert milliloft er í þessum húsum, húsið er samt sem áður burðarlega hannað til að þola milliloft yfir allt bilið. Vilji kaupandi setja upp milliloft og skrá það þarf hann að gera það og sækja um leyfi fyrir því hjá viðeigandi stofnunum eftir lokaúttekt á sína ábyrgð.
Burðarvirki, veggir & þak Húsin eru úr stálgrind, á staðsteyptum sökklum. Útveggir eru úr 120mm þykkum samlokueiningum og milliveggir í 100mm þykkt, þær eru úr harðpressaðri steinull 100kg./m3 klædd með 0,6mm þykku alumzinki í RAL7016 anthracite gráum að utan, RAL9010 (Pure white) að innan. Einingarnar koma í tæringarflokki C4 að utan en C2 að innan. Þak er gert úr 160mm þykkum steinullareiningum (harðpressuð steinull 100kg/m3) með tvöföldu bræddu lagi af IKO pappa frá Þaktak ehf., RAL9010 (Pure white) að innan.
PípulagnirLagnir eru utanáliggjandi og sýnilegar, skolvaskur verður uppsettur með heitu og köldu vatni og gólfhiti til upphitunar. Skólp stammi fyrir salerni verður í gólfi í horni. (Salerni ekki uppsett) Gert er ráð fyrir lagnaendum fyrir td. Salerni.
Hitakostnaður eininga er sameiginlegur og skiptist hlutfallslega eftir eignarhluta í samræmi við eignaskiptasamning.
RaflagnirRaflagnir eru utanáliggjandi og sýnilegar, greinatafla verður uppsett með 3-fasa rafmagni og einn uppsettur 3-fasa rafmagnstengill þar við hlið. Ljós í lofti, rafmagnstengill í lofti fyrir hurðaopnara (öxuldrifinn hurðaopnari fylgir), ljósarofi og rafmangstengill við hurð. Einnig verður útilýsing uppsett og tengd við sólúr. Sér mælir er fyrir hverja einingu, staðsettur í inntaksrými hússins.
Tvö aðgangsstýrð hlið uppsett af byggingaraðila, öryggismyndavélakerfi verður einnig uppsett og sett í umsjá húsfélags sem mun mæta mánaðarlegum kostnaði með húsgjöldum.
LjósleiðariLagt inn í hvert bil fyrir háhraða interneti.
Iðnaðarhurð & gönguhurðIðnaðarhurð er 3,5 m á breidd og 3,2 m á hæð með gluggafleka, við hlið hennar er gönguhurð, ofan við hana er gluggi með opnanlegu fagi. Einnig eru stórir gluggar ofan við bílskúrshurð með stórum opnanlegum fögum sem gætu nýst sem flóttaleið.
Endabil eru aukalega með glugga með opnanlegu fagi á gafli hússins.
Bílastæði Fjöldi bílastæða verður á lóð og eru þau í sameign allra, bílaplan hvers matshluta verður malbikað samhliða framkvæmdum þess matshluta.
Lóð Lóðin verður afgirt við byggingu fyrsta matshluta með tveimur aðgangsstýrðum aðalhliðum. Skipulagssvæðið við Kapelluhraun 2.áfanga er innan varúðarsvæðis VA1 frá álverinu í Straumsvík og eru þar takmarkanir á notkun bygginga.
Framkvæmdir eftir afhendinguNokkrir matshlutar verða á lóðinni og munu þeir verða byggðir samtímis eða hver á eftir öðrum. Framkvæmdir á öðrum matshlutum gætu staðið yfir eftir afhendingu einstakra bila. Mun byggingaraðili reyna að haga svæði í kringum þann matshluta á þann hátt að eigendur verði fyrir sem minnstum truflunum.
Allt myndefni birt með fyrirvara, það á að endurspegla endanlegt útlit eins og hægt er, einstaka atriði og útfærslur geta þó breyst. – byggingarnefndarteikningar gilda.Allar nánari upplýsingar veitir:
Erling Proppé lgf. // 690-1300 // erling@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.