Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali kynnir 291fm einbýlishús með aukaíbúð og 62,2fm tvöföldum bílskúr, samtals 353,2fm að Hellishólum, Hvolsvelli: Húsið er 3.hæðir: kjallari, miðhæð og ris. Hver hæð er með ca 97fm gólfflöt. Stór eignarlóð. Nánari lýsing: Níu svefnherbergi, þrjú baðherbergi, tvö eldhús, tvær stofur, tvö þvottahús, geymsla og lítið hol undir stiga með tengi fyrir þvottavél. Í kjallara er búið að innrétta íbúð með tveimur svefnherbergjum, eldhús, stofa, baðherbergi, aðstaða fyrir þvottavélar undir stiga. Í kjallara eru líka tvö önnur svefnherbergi, geymsla með þvottahúsi, gangur, forstofa og sér inngangur í kjallara.
Aðal inngangur hússins er á miðhæð. Þar er forstofa, tvær stofur, stórt eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Risið er með 4 svefnherbergjum, mjög stórum fataskáp og baðherbergi. Parket á flest öllum gólfum nema flísar í hólf og gólf á baðherbergjum. Vaskur í öllum svefnherbergjum. 2005 var húsið mikið endurnýjað, skipt um alla glugga (viðargluggar) skipt um útidyrahurðir, sett dren í kringum allt húsið, klætt með viðarklæðningu yfir stein klæðningu, nýtt þak sett á með brenndu bárujárni, öll vatnsbretti eru glædd með áli, allar lagnir voru endurnýjaðar, gifs veggir og gifs í lofti í risi. Eldhúsinnrétting í aðalíbúð endurnýjuð 2019 og 2020 í auka íbúð. Innrétting í þvottahúsi á miðhæð endurnýjuð 2021, steyptur sólpallur með viðar skjólveggum reistur 2021. Varmadæla upppsett, sér um heitt neysluvatn, hita fyrir húsið og gólfhita fyrir bílskúrinn. Lóðin er 2.982fm eignarlóð með mikið af stórum trjám.
Húsið er einstaklega skemmtilega staðsett með tilliti til afþreyingar. Í göngufæri er 9 holu golfvöllur, klúbbhús, veitingahús, bar, laxá og veiðivatn. Seljalandsfoss, Skógarfoss og Þórsmörk eru innan seilingar auk Landeyjahafnar. 10mín akstur er í helstu þjónustu á Hvolsvelli. Grunnskólabörn eru sótt upp að dyrum. Sorpubíll sækir allt rusl. Atvinnu tækifæri í göngufæri.
Nánari upplýsingar veitir: Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali á bjarni@remax.is eða í síma 662-6163
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.Remax fasteignasala sími 477-7777. www.remax.is1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.