Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir skrifstofuhúsnæði á 2. hæð að Suðurlandsbraut 48 (bláu húsunum) í Reykjavík. Lyfta er milli hæða. Húsið hefur verið vel við haldið og er mjög vel staðsett í Skeifunni, en Skeifan iðar af lífi alla daga, enda margar verslanir þar, veitingastaðir og ýmis önnur þjónusta. Skrifstofurýmið er með fjórum lokuðum skrifstofum. Allar þeirra eru með gluggum og opnanlegum fögum. Í rýminu er einnig setustofa, salerni og kaffiaðstaða. Sameign er afar snyrtileg.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
Eignin er skráð 87,5 m2 hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Lóðin er eignarlóð og er 6.573 m2**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, INNI- OG ÚTI. KÍKTU Í HEIMSÓKN! Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing:
Anddyri er beint inn af gangstétt og bílaplani austan megin við hús. Komið er inn á flísalagt gólf. Lyfta og teppalagðar tröppur eru á milli hæða. Farið er upp eina hæð. Á sameignarsvæði á hæð eru almenningssalerni, ræstirými og fjórar skrifstofur. Inni í skrifstofurýminu sem um ræðir er parketlagt hol sem flæðir inn í hvert skrifstofuherbergi.
Setustofa er framan við skrifstofuherbergin. Hvítar loftaplötur með innfelldri lýsingu.
Skrifstofuherbergin eru fjögur. Vísa tvö þeirra út á bílaplan til austurs og tvö þeirra eru á gafli húss til suðurs. Öll með gluggum og opnanlegum fögum. Léttir veggir eru milli herbergja.
Kaffiaðstaða er afmörkuð frammi með léttum vegg. Hvít innrétting með vaski og plássi fyrir lítinn ísskáp. Milli efri og neðri skápa eru veggflísar.
Salerni er á vinstri hönd þegar komið er inn í skrifstofuholið. Salerni og handlaug. Rafmagnstafla er þar á vegg. Ljósar gólfflísar.
Húsfélag er starfrækt í húsinu sem og lóðarfélag með öðrum húsum.
Lóðin er í einkaeign húsanna að Suðurlandsbraut 46, 48, 50, 52 og 54. Lóðin er 6.578 m2.
Bílastæðin eru yfir hundrað og var bílaplanið, sem er malbikað, viðgert sumar 2025. Bílastæðin eru máluð á 4-5 ára fresti.
Bláu húsin eru teiknuð af Sigurði Kjartanssyni.
Eignarhlutur rýmis í heildarhúsi er 5,898%. Nánar í eignaskiptayfirlýsingu.
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 3.800 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-