REMAX og Guðrún Þórhalla, löggiltur fasteignasali kynna: Glæsilegt 210,8 fm einbýlishús á tveimur pöllum og kjallara með bílskúr sem er innangengt úr eign. Falleg og vel umgengin eign á rólegum og fallegum stað við Vesturvang 38 í Norðurbænum í Hafnarfirði.
Eignin er sérlega vel skipulögð og falleg með 4-5 svefnherbergjum, fallegu efnisvali á öllum innréttingum. Garðurinn er með góðum viðarpalli, gengið er út á hann frá sólstofu rými sem er 16,5 fm.(ath. er ekki inn í fm. tölu eignar). Innangengt er í rúmgóðan 42,7 fm. bílskúr. Frábær staðsetning, í grónu hverfi, á rólegum og fjölskylduvænum stað. Stutt er í leik- og grunnskóla. Fallegar göngu- og útivistarleiðir í kring.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 820-0490 eða á netfanginu gudrun@remax.is.
Helstu upplýsingar um eignina:Forstofa: Er mjög rúmgóð með góðum fataskápum, flísar á gólfi.
Gestasalerni: Upphengt klósett með vaski og opnanlegum glugga.
Sólstofa: Er í miðju rými eignar, fallegt og rúmgott rými sem er um 16,5 fm.. Það er ekki inn í fermetratölu eignar. Gengið er út á pallinn frá sólstofu.
Gengið er upp nokkrar tröppur upp í eldhús, stofu, borðstofu og þvottarými:
Eldhús: Er vel skipulagt og fallegt, með góðum tækjum. Fallegur kvartssteinn prýðir borðplötur. Gert er ráð fyrir stólum við „eyju“ sem er áföst.
Þvottarými: Inn af eldhúsi er gott rými, rými fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, rúmgóð innrétting og opnanlegt fag.
Stofa og borðstofa: Rýmið er einstaklega bjart og rúmgott með stórum gluggum, ásamt hurð sem leiðir þig út á svalir. Fallegt og rúmgott rými, með viðarparketi á gólfi.
Barnaherbergi: Eru tvö talsins, rúmgóð og björt, búið er að opna á milli tveggja herbergja og því hægt að setja upp 3 herbergið. Skápar eru í báðum herbergjum.
Hjónaherbergi: Er rúmgott, með góðu skáparými
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með fallegu baðkari ásamt sturtu, Handklæðaofn og fallegri innréttingu.
Kjallari:Fallegur stigi leiðir þig niður í kjallara.
Herbergi. Rúmgott herbergi með parketi á gólfi.
Bílskúr: Er 42,7 fm að stærð með rafdrifinni nýlegri hurð, hægt er að ganga inn í bílskúr inn af kjallara. Gólf er nýlega málað og rýmið er með góðum geymsluskápum.
Garður/lóð: Er sérlega snyrtileg með fallegum og stórum palli, ásamt skjólveggjum.
Hiti er í plani fyrir framan bílskúrinn. Gott og skjólsælt rými er bæði að framan- og aftanverðu. Góð geymsla er felld inn undir tröppurnar að framanverðu.
Efnisval og eiginleikar eignar: Húsið er steypt, þak var endurnýjað að hluta(pappir og járn) árið 2024.
Þakkantur var endurnýjaður árið 2017.
Gluggar og hurðir eignar eru tré og verið vel við haldnir.
Á gólfum eignar er viðarparket, flísar á votrýmum og í bílskúrsgólf er málað.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali í síma
820-0490, gudrun@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.