Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Nýlegt, viðhaldslétt og vel skipulagt 191,3 fermetra parhús við Seljaveg í 101 Reykjavík.
Húsið er á þremur hæðum með tvennum svölum til suðurs og aukaíbúð sem er góð til útleigu.
Á jarðhæðinni er búið að stúka af tveggja herbergja aukaíbúð með sérinngangi. Gengið inn á jarðhæð frá baklóð. Hægt væri að sameina hana efri hæðum hússins. Íbúðin hefur verið í útleigu og skilar góðum leigutekjum.
Eignin skiptist þannig að á jarðhæð er tveggja herbergja íbúð með sérinngangi og stórri sér lóð til suðurs.
Á tveimur efri hæðum hússins er þriggja - fjögurra herbergja íbúð með tvennum svölum til suðurs og sérinngangi.
Mögulegt er að sameina íbúð á jarðhæð efri hæðum hússins líkt og upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir og nýta eignina sem eina íbúð.
Eignin er byggð á afar vandaðan máta með aukinni einangrun og aukinni hljóðeinangrun á milli rýma auk þrefalds gasfyllts extra einangrandi glers. Mikil lofthæð er á bæði 1. og 2. hæð eignarinnar og stórir gluggar eru almennt á húsinu öllu sem veita góða birtu inn í flest rými.
Lóðin sem er 150,0 fermetrar að stærð, er í séreign hússins er fullfrágengin með hellulögn og grasflötum.
Lýsing eignar:Sérinngangur, komið er inn í forstofu sem er með flísum á gólfi og fataskápum. (Á bak við fataskápinn er hurð/ það væri hægt að opna þar á milli inn í aukaíbúðina og sameina eignirnar)
Úr forstofu er gengið upp teppalagðan stiga með mikilli lofthæð á efri hæð. Þar er stigapallur / hol, parketlagt með glugga sem veitir góða birtu inn og aðgengi að baðherbergi.
Baðherbergið er með flísalagt gólf og flísar á hluta vegg, handklæðaofn, upphengt salerni, baðinnrétting með handlaug, speglaskáp þar fyrir ofan og flísalagða sturtu með sturtugleri.
Samliggjandi stofur, parketlagðar, bjartar og rúmgóðar með útgengi á svalir til suðurs með viðarklæddu gólfi og útsýni. Eldhús er opið við stofu með fallegum sprautulökkuðum innréttingum með flísum á milli skápa, innbyggðri uppþvottavél, tveimur ofnum, spanhelluborði með háfi yfir. Í innréttingu er gert ráð fyrir tvöföldum ísskápi. Sér þvottaherbergi, er við stigan sem leiðir upp á efstu hæð. Þvottahúsið er með flísalagt gólf, þar er gert ráð fyrir skolvaski.
Gengið er upp á efri hæð íbúðarinnar um fallegan og bjartan teppalagðan stiga:
Stigapallur, parketlagður og með útgengi á stórar og skjólsælar suðursvalir með viðargólfi og útsýni.
Barnaherbergi, parketlagt og með lausum skápum.
Hjónaherbergi, parketlagt og stórt með fataskápum.
Baðherbergi er með opnanlegum glugga, flísalagt gólf og flísar á hluta vegg. Baðinnrétting er með handlaug, speglaskápur þar fyrir ofan og upphengt salerni þar við hlið. Handklæðaofn og flísalögð stór sturta. ( búið er að stúka af sér geymslu inn á baðherbergi, veggfóðrað. Auðvelt er að fjarlægja geymslu ef vilji er til þess )
Á jarðhæð er sér 2ja herbergja íbúð á jarðhæð er skráð 73,2 fermetrar að stærð. Íbúðin er með sérinngangi af baklóð.
Forstofa er parketlögð, björt og rúmgóð. Sér þvottaherbergi / geymsla með glugga er parketlögð.
Baðherbergið er með flísalagt gólf og flísar á hluta vegg, handklæðaofn, upphengt salerni, baðinnrétting með handlaug, speglaskáp þar fyrir ofan og flísalagða sturtu með sturtugleri.
Svefnherbergið er með parket á gólfi og með lausum fataskápum. Opið alrými er með stofu, borðstofu og eldhúsi, rúmgott og bjart alrými með parketi á gólfi. Eldhúsinnrétting er á einum vegg með efri og neðri skápa. Bökunarofn, helluborð og háfur. Gert er ráð fyrir ísskáp þar við hlið.
Húsið að utan er klætt með báruáli og því viðhaldslétt.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum stað í nálægð við Grandan, sjávarsíðuna og miðborgina.
Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali, í síma
661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir, löggiltur fasteignasali, í síma
862-2001 / gunnar@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500
af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-