Fasteignasalarnir Vernharð Þorleifsson og Magga Gísladóttir kynna Safamýri 52, 108 Reykjavík, sem er hugguleg og björt 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi frá árinu 1964.
Um er að ræða 103,3 fermetra íbúð sem skiptist í 96,9 fermetra íbúðarrými og 6,4 fermetra geymslu.
Íbúðin var upprunalega með 3 svefnherbergjum en núverandi eigandi opnaði inn í eitt herbergið. Auðvelt væri að stúka það aftur.
Íbúðin samanstendur af tveimur góðum svefnherbergjum, eldhúsi með borðkrók, stofu, opið og bjart millirými, baðherbergi og svölum. Hægt er að ganga út á svalir bæði úr stofu og hjónaherbergi.
Til stendur að endurnýja svalahurðina úr svefnherberginu og mun seljandi láta gera það fyrir afhendingu.
Frekari upplýsingar veita Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 / venni@remax.is og Magga Gísladóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-7494 / magga@remax.isKíktu í heimsókn til okkar á Facebook eða
á InstagramNánari lýsing
Anddyri: Gengið inn í rúmgott hol og anddyri, flottur upprunalegur fataskápur og parket á gólfum.
Eldhús: Nýleg innrétting með góðu skápaplássi. Borðkrókur. Korkflísar á gólfi.
Svefnherbergi 1. Hjónaherbergi með útgengi á vestursvalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergi 2. Rúmgott með fataskáp. Parket á gólfum.
Svefnherbergi 3. Búið að opna og er nýtt sem vinnuaðstaða en væri auðveldlega hægt að breyta aftur í svefnherbergi.
Stofa: Björt stofa með gluggum til vesturs og útgengi á vestursvalir. Mikið útsýni og stórir gluggar. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Nýlega uppgert baðherbergi með vaskinnréttingu, baðkar með sturtu. Tengi fyrir þvottavél og opnalegur gluggi.
Svalir: Snúa til vesturs og með frábæru útsýni. Hægt að ganga út á svalir úr stofu og svefnherbergi.
Sameign: Sameign með vagna og hjólageymslu og sameiginlegu þvottahús. Mjög snyrtilegt og góð umgengni.
Íbúðin er staðsett á góðum stað þar sem stutt er í leik- og grunskólann Álftaborg og Álftamýraskóla.
Góðar almenningssamgöngur í nágrenni og stutt í alla helstu þjónustu og verslanir. Víkings heimilið spölkorn frá.
Þetta er falleg, vel skipulögð og vel viðhaldin eign á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík