RE/MAX & HERA BJÖRK Lgf. (herabjork@remax.is / 774-1477 ) kynna: Mikið endurnýjað og glæsilegt 4ra herbergja parhús á einni hæð með 3 baðherbergjum, bílskúr og stórum útsýnissvölum við Dverghamra í Grafarvogi.
Eignin er laus við kaupsamning.* Eignin hefur gengið í enurnýjun lífdaga að innan jafnt sem utan. Vandað til verka og frágangur til fyrirmyndar.
* Allar innréttiingar sérsmíðaðar og mjög vandaðar.
* Ath. að innbú er tölvugert á nokkrum myndum til að gefa kaupendum hugmyndir um nýtingu rýmisins. ** SMELLIÐ HÈR til að fá nánari upplýsingar og/eða bóka tíma í skoðun **
** SMELLIÐ HÉR til að fá söluyfirlitið sent samstundis **Eignin er samtals
164,5 m² og samanstendur af björtu alrými (eldhús / stofa / borðstofa), þrem svefnherbergjum með aðgengi út á svalir, 2 baðherbergi, 1 gestasalerni, bílskúr með þvottahúsi og geymslu, stórum suðursvölum og fallega grónum garði.
SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D , þrívíðu umhverfi. Nánari lýsing eignarForstofa: Sérinngangur inn í forstofu með fallegum sérsmíðuðum fataskáp og flísum á gólfi. Gestasalerni er inn af forstofu og þaðan er einnig gengið inn í bílskúr. Útidyrahurð var endurnýjuð fyrir nokkrum árum.
Gestasalerni: Flísalagt í hólf og gólf með handlaug, innréttingu og spegli með baklýsingu. Handklæðaofn og gluggi með opnanlegu fagi.
Hol/gangur: Gengið inn í opið og rúmgott miðrými sem leiðir inn í allar vistarverur og alrými. Hurðir eru nýjar frá Agli Árnasyni og fallegar flísar eru á allri hæðinni og hiti í gólfi í öllum rýmum.
Eldhús: Sérlega glæsileg sérsmíðuð innrétting með fallegri granít borðplötu. Mikið og gott geymslu- og vinnupláss. Öll tæki eru ný og vönduð úr StudioLine línunni frá Siemens Breitt helluborð, sambyggður örbylgju- og bökunarofn í vinnuhæð og innbyggður 70 cm. ísskápur. Eldhúsvaskur er 70 cm breiður frá Ísleifi Jónssyni.
Alrými (stofa og borðstofa): Opið og bjart flísalagt rými með góðri lofthæð og stórum gluggum með glæsilegtu útsýni yfir borgina til suðurs og vesturs. Úr alrými er gengið út á stórar suðursvalir. Svalir ný múraðar og málaðar.
Möguleiki á að setja sólskála að hluta ef vill og/eða setja heitan pott.
Hjónasvíta með sér baðherbergi: Rúmgott með flísum og hita í gólfi. Sérsmíðaðir fataskápar og kommóðueining. Útgengi út á svalir.
Baðherbergi hefur verið endugert á glæslegan máta. Sérsmíðaður og rúmgóðum vaskaskápur með granítborðplötu, góðum hirslum og spegli með baklýsingu. Vegghengt salerni og "walk-in" sturta. Vönduð blöndunartæki frá Hans Grohe.
Svefnherbergi I: Rúmgott með flísum og hita í gólfi. Sérsmíðaður fataskápaur og útgengi út á svalir.
Svefnherbergi II: Rúmgott með flísum og hita í gólfi. Sérsmíðaður fataskápur og útgengi út á svalir.
Baðherbergi: Einnig glæsilega endurgert og flísalagt í hólf og gólf með hita í gólfi. Baðkar, sturta, vegghengt salerni og rúmgóður vaskaskápur með granítborðplötu, góðum hirslum og spegli með baklýsingu. Vönduð blöndunartæki frá Hans Grohe.
Þvottahús: Er staðsett í bílskúr og er með sérsmíðaðri og rúmgóðri innréttingu fyrir þvottavél/þurrkara. Nýtt epoxy á gólfi.
BÍlskúr: Eigninni fylgir góður
31,5 m² bílskúr með hita, vatni og rafmagni. Þar er búið að útbúa góða geymslu sem að einnig gæti nýst sem tómstundaherbergi/skrifstofa. Innst í bílskúr er þvottahús (sjá lýsingu hér að ofan). Gölfflötur er nýmálaður með 3ja laga epoxy. Fyrir framan bílskúr er bílaplan (stimpluð steypa) sem fengið hefur yfirhalningu.
Garður: Stór og fallega gróin garður. Búið er að skipta alfarið um gras og mold í öllum beðum að framanverðu og grisja trjágróður. Fallegur göngustígur úr stimpil steypu liggur upp að húsi og þar tekur við nett verönd og allt hefur þetta fengið viðhald.
Eignin hefur verið endurnýjað nánast að öllu leiti jafnt að innan sem utan á síðustu mánuðum og hvergi til sparað í gæðum og vandvirkni.
AÐ UTANVERÐU:
- Húsið fengið nýja ásýnd eftir alsherjar yfirhalningu. Það var sprungu- og múrviðgert og svo heilmúrað með Velosid 101 þéttimúr frà Fagefni og svo grunnað og málað með útimálningu frá Sérefni. Suðurhlið klædd með MEG klæðningu frá Þ.Þorgrímsyni.
- Þak yfirfarið, pússað og málað. Þakkantur yfirfarin og endurnýjaður að mestu leiti. Blikk og þakrennur endurnýjaðar.
- Svalargólf endurgert og steypt með Velosid 101 og 202 þéttimúr frá Fagefni og málað með eposi málingu frá Sérefni. Sérstaklega hugað að réttum vatnshalla.
- Gluggar allir pússaður upp og málaðir og skipt um gler í gluggum á suður og austurhlið.
- Stimpil steypa í plani og aðkomu að framaverðu yfirfarin og sílanborin.
AÐ INNANVERÐU:
- Allar neysluvatns lagnir endurnýjað.
- Allt rafmagn nýtt ásamt ledljósum og kösturum í öllum rýmum.
- Hiti lagður í öll rými, gólf flotað og flísalagt með 120x60 flísum frá Álfaborg.
- Sérsmíðaðar innréttingar í öllum rýmum. Borðplötur og sólbekkir úr Granit frá Steinlausnum.
- Allar hurðir nýjar frá Agli Árnasyni.
Einstök og vel staðsett eign í þessu vinsæla hverfi í Grafarvoginum og í þægilegu göngufæri við skóla ig leikskóla. Góðar gönguleiðir eru meðfram ströndinni og út á Gufuneshöfðan eða inn með Grafarvoginum. Gott aðgengi út á helstu umferðaræðar og stutt í almenningssamgöngur með strætótengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins.
Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið.Allar nánari upplýsingar um eignina veita Hera Björk Lgf.Hera Björk, löggiltur fasteignasali í síma 774-1477 eða á netfangið herabjork@remax.is Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
_______________________________________________________
Ertu í fasteignahugleiðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.Ég hef starfað við Fasteignasölu frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali.
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma
774-1477 eða á netfangið
herabjork@remax.is