RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega fallegt og vel hannað 286,3 fm. parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr við Kvíslartungu 9, Mosfellsbæ. Íbúðarými er skráð 254,1 fm. og skiptist í stórt alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu, fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi og glæsilegt stofurými á efri hæð með einstöku útsýni. Gott þvottahús og geymslurými á jarðhæð ásamt 32,2 fm. bílskúr.
Hátt er til lofts og vítt til veggja - innfelld lýsing - arinn - gólfhiti á báðum hæðum - vönduð gólfefni og fallegar innréttingar - stórt útisvæði með heitum potti og um 70 fm. þaksvalir á efri hæð - einstakt útsýni. Frábært fjölskylduhús á rólegum og eftirsóttum stað í Leirvogstungu.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is
KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Nánari lýsing neðri hæð:
Forstofa er með fataskáp og svörtum granítflísum á gólfi. Nýleg útidyrahurð frá Skanva.
Eldhús er mjög opið og bjart með nýlegum hvítum innréttingum og kvarts borðplötu, Calacatta Spirit Marble frá Steinprýði. Mjög mikið og gott skápapláss, innfelldur ísskápur og uppþvottavél, tveir ofnar eru í vinnuhæð. Spanhelluborð er í eldhúseyju. Nýlegt harðparket er á gólfum og innfelld loftlýsing. Gólfsíðir gluggar og útgengt er út í garð.
Stofa og borðstofa á neðri hæð er í björtu og opnu rými með glæsilegum
arni frá Funa af stærstu gerð. Gólfsíðir gluggar og innfelld loftlýsing.
Baðherbergi á neðri hæð er með stórri flísalagðri sturtu með glerþili, vaskur úr gleri og upphengt salerni. Flísalagt í hólf og gólf með flísum á vegg og svörtum granítflísum á gólfi.
Tvö svefnherbergi eru á neðri hæð, annað mjög rúmgott og bjart með fataskápum en hitt svefnherbergið er nýtt sem skrifstofa í dag. Harðparket er á gólfum.
Þvottahús er með nýlegum innréttingum fyrir þvottavél og þurrkara, með mjög góðu skápaplássi og skolvaski.
Geymsla er fyrir innan, einnig með miklu og góðu skápaplássi, ljósar flísar á gólfum. Úr þvottahúsi/geymslu er útgengt út í garð.
Bílskúr er skráður 32,2 fm. gengið inn frá þvottahúsi, mjög rúmgóður með nýlegu grálituðu epoxy á gólfum. Rafdrifinn hurðaopnari og snjóbræðsla er í innkeyrslu.
Garður er mjög skjólgóður og með suð-vestur palli, smíðaður 2018-2019 úr hágæða rásuðu síberíulerki.
Nýlegur heitur pottur frá NormX, hellulögn og pergóla. Ljós í garði á sólúri.
Stigi á milli hæða er teppalagður og með næturlýsingu í vegg.
Nánari lýsing efri hæð:
Stofa á efri hæð er í fallegu og björtu rými með stórum gólfsíðum gluggum og einstöku útsýni. Nýlegt ljóst harðparket á gólfi og innfelld loftlýsing.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott og bjart með fataherbergi fyrir innan.
Tvö önnur svefnherbergi er á efri hæð, annað mjög rúmgott og með fataskáp, hitt einnig mjög rúmgott og bjart með gólfsíðum gluggum, nýtt sem sjónvarpsherbergi.
Baðherbergi á efri hæð er með frístandandi baðkari og upphengdu salerni. Falleg svört innrétting með tvöföldum vaski og spegli með innfelldri lýsingu. Flísalagt er i hólf og gólf með ljósum flísum á veggjum og svörtum granítflísum á gólfi.
Stórar þaksvalir eru á efri hæð með útgengt úr stofurými, um 70 fm. að stærð og gólf klætt (2018) með hágæða rásuðu síberíulerki. Einstakt útsýni er af svölum.
Fyrirhugað fasteignamat næsta árs er kr. 155.600.000,-
Leirvogstunga er afar fjölskylduvænt hverfi, skipulagt með einungis sérbýlum í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem lögð er áhersla á nálægð við náttúruna. Gönguleiðir um hverfið tengjast við gönguleiðir á fell og dali í næsta nágrenni. Stutt göngufjarlægð í laxveiði, hestamannahverfi Harðar, Tunguvöll og flugklúbb Mosfellsbæjar, fallegar göngu og hjólaleiðir ásamt mótorsporti. Stutt er í skóla og verslanir þar sem Tunguvegur tengir hverfið við Varmárskóla, Kvíslarskóli, íþróttamiðstöðina og miðbæ Mosfellsbæjar, allt í innan við 2-3 mín. akstursfjarlægð en einnig gengur skólabíll í Varmárskóla og strætó á 15 mín fresti um hverfið. Akstursfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur er um 15-20 mín. Innan hverfis er einnig leikskóli, upplýstur battavöllur og körfuboltavöllur. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.