Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (bjarni@remax.is/s:662-6163) kynnir í einkasölu virkilega fallega og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Tvennar svalir, í austur og vestur. Samkvæmt HMS er íbúðin skráð 108fm og geymsla í sameign 9,9fm, samtals 117,9fm. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu, stæði í bílageymslu. Fasteignamat 2026 verður 83.200.000kr.
Bókið skoðun hjá Bjarna Blöndal lgf. // 662-6163 // bjarni@remax.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Fataskápur, parket á gólfi.
Eldhús: Endurnýjað fyrir nokkrum árum síðan, eyja með helluborði og vask, háfur, gott skápapláss, parket á gólfi.
Stofa: Björt og rúmgóð með útgengi út á suð-austur svalir, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Bjart og rúmgott með góðu skápaplássi, parket á gólfi, útgengt á vestur svalir.
Herbergi I Stórt og rúmgott með fataskáp, parket á gólfi.
Herbergi II Stórt og rúmgott með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalag í hólf og gólf, innrétting, upphengt salerni, bæði baðkar og sturta.
Þvottaherbergi: Innaf eldhúsi, t.f.þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.
Sér geymsla í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Stæði í snyrtilegri bílageymslu fylgir íbúðinni, 01-B02. Lagt fyrir rafhleðslu við öll bílastæði í blokkinni.
Grafarholtið er einstaklega rólegt og gróið hverfi með afar fjölbreyttum og fallegum gönguleiðum til að mynda að Reynisvatni og öðrum náttúruperlum, sannkölluð sveit í borg. Golfvöllur í göngufæri og öll þjónusta, skólar, leikskólar og helstu verslanir í næsta nágrenni.
Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða bjarni@remax.is.
Vegna eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar, sjá upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. RE/MAX fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.