RE/MAX og Bára Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali kynna: Birkimel 10AEndurbætt íbúðarherbergi í séreignarhluta í kjallara að Birkimel 10A, merkt 00-01 með fastanr. 2027509 með sameign og sameiginlegri snyrtingu á eftirsóttum stað í Vesturbænum.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 16,1 m².
Eigninni fylgir hlutdeild í sameign, sameiginleg snyrting, þvotta- og þurkherbergi, sorpgeymsla, vagna og hjólageymsla.
Húsið að Birkimel 10, 10A og 10B er fallegt 4ra hæða fjöleignarhús, með inndreginni 5. hæð á þakhæð hússins.
Ert þú í söluhugleiðingum? Hafðu samband HÉR á bara@remax.is eða í síma 773-7404 og fáðu frítt verðmat á þína eign án skuldbindinga. Nánari lýsing: Gengið er inn um sameiginlegan inngang á jarðhæð og niður í kjallara á sameignargang til hægri.
Þar er skráð 16,1 m² íbúðarherbergi skv. fasteigna- og veðbandayfirliti. Upprunalega voru þetta tvö herbergi sem síðar voru sameinuð í eitt.
Í herberginu eru stórir gluggar með opnanlegu fagi og nýlegt parket á gólfi.
Fataskápur og innrétting með ísskáp fylgir með ásamt internet tengingu.
Herbergið er með aðgengi að sameiginlegri snyrtingu sem er staðsett við hlið herbergisins.
Á sameignarganginum eru einnig geymslur nokkurra íbúða, sameiginlegt þvotta- og þurrkherbergi og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla með bakútgangi á suðurlóðina.
Tilvalin eign til útleigu þar sem talsverð eftirspurn er eftir íbúðarherbergjum til leigu í Vesturbænum.
Ath. að ekki er um að ræða samþykkta íbúð.Sækja söluyfirlit HÉRAllar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:Bára Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
RE/MAX senter
Skeifan 17 / 108 Reykjavík
E-mail: bara@remax.is
Sími: 773-7404
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
· Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar) af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.