Berglind Hólm lgfs. og RE/MAX kynna: Einstakt heilsárshús í Grenivík sem er bæði paradís fyrir fjölskylduna og einnig er húsið frábær fjárfesting til að halda úti leigu eða ferðaþjónustu. Húsið er í algjörum sérflokki á fallegri útsýnislóð sem er skjógivaxin og í algjöru skjóli frá öðrum bústöðum í kring. Eignin er í algjörum sérflokki innréttað með glæsilegum innréttingum, gólfhita, mikilli lofthæð og einstaklega góðu skipulagi. innréttingar eru sérsmíðaðar frá Tak Innréttingum, vandaðar flisar og viðarplankaparket er á gólfum. Hitaveita er tengd inn i bústaðinn. Hægt er að kaupa húsið með stórum hluta af þeim húsgögnum sem eru til staðar við skoðun.
Eign sem vert er að skoða. Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.isHúsið er skráð 136,7 m² að stærð og skiptist í forstofu, gang, sjónvarpshol, eldhús, borðstofu og stofu í opnu rými, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsluloft.
* Flísar og viðar parket er á gólfum.
* Loft eru tekin upp í helstu rýmum og klædd með birki krossviði.
* Hitaveita er í húsinu og gólfhiti í öllum rýmum
* Hljóðkerfi / hátalarar eru í loftum í alrýminu.
* Sérsmíðaðar innréttingar og skápar frá Tak innréttingum.
* Lumex sá um lýsingarhönnun.
Nánari lýsing eignar:Keyrt er upp að bústaðnum sem er innst í hverfinu. Góð bílastæði eru við húsið og rými til að vera til dæmis með ferðavagn á planiinu. Steypt stétt með hitalögnum í er fyrir framan forstofuhurðina og með allri austurhliðinni. til suðurs og vesturs við bústaðinn er stór timburverönd sem nýtur bæði skjóls frá trjágróðrinum í kringum húsið og einnig glæsilegs útsýnis til vesturs yfir fjörðinn. Á veröndinni er hitaveitupottur. Steypt ruslaskýli er við austurhlið hússins. Húsið er að hluta til klætt með bárujárni og að hluta klætt með við.
Forstofa: Forstofan er með fallegum flisum á gólfi og góðri lofthæð.
Þvottahús: Til vinstri frá forstofu er mjög gott þvottaherbergi með góðum skápum, vinnuborði, vinnuvaski og opnanlegum glugga. Flísar eru á gólfi. Fellistigi er upp á geymsluloft frá þvottaherberginu.
Alrými: Sjónvarpshol, setustofa, borðstofa og Eldhús.
Sjónvarpshol: Sjónvarpholið er sérlega rúmgott fremst í alrýminu með flísum á gólfum og innfelldri lýsingu í loftum. Sjónvarpsveggur er klæddur með fallegu viðar parketi.
Setustofa + borðstofa: Innaf sjónvarpsstofunni er falleg setustofa við gólfsíða glugga sem snúa til suðurs og vesturs með útsýni. Til hliðar við setustofuna er svo rúmgóð borðstofa sem er einnig við fallega gólfsíða glugga sem snúa til suðurs og austurs. Á milli rýma er útgönguhurð út á veröndina og að heitapottinum. Sömu flísaru eru á stofunum og eru á sjónvarpsstofunni og á forstofunni. Loft er tekið upp.
Eldhús: Eldhúsið er við borðstofuna með fallegri sérsmíðaðri innréttingu á einn vegg með efri og neðri skápum ásamt eyju sem snýr í áttina að borðstofunni. Sérlega gott skápapláss og vinnupláss er í eldhúsinu. Innfelld lýsing er í lofti og flísar á gólfum.
Baðherbergi: Baðherbergið er með sömu fallegu flisunum á gólfi og er á restinni af alrýminu og forstofunni. Einnig er stór aflokuð steypt sturta með glerhurð innst i rýminu með sömu flisum á gófli og á veggjum og annars staðar í eigninni. Blöndunartæki eru innbyggð og opnanlegur gluggi inni í sturturýminu. Góð sérsmíðuð innrétting er undir vaski og á vegg við hliðina á vaskinum. Handklæðaofn er á vegg.
4 x svefnherbergi: Svefnherbergin eru fjögur, þrjú rúmgóð og tvö af þeim eru með sérsmíðuðum gráum fataskápum og skrifborðum. Viðar parket er á gólfum í öllum herbergjum og loft eru tekin upp í þremur. Stærð herbergja er skv. teikningum 6,7 , 11,0 , 11,3 og 13,0 m².
Hægt er að ganga út á veröndina að heitapottinum af gangi á móti baðherberginu við hlið hjónaherbergisins.
Annað- Verönd er með suður- og vesturhlið hússins, klædd með harðviði og steypt. Heitur pottur / skel er á veröndinni. Stýring fyrir pottinn er í þvottahúsinu.
- Gengið er út á veröndina úr stofunni og af ganginum beint á móti baðherbergi.
- Góð aðkoma og rúmgott bílaplan.
- Búið er að jarðvegsskipta með austurhlið hússins fyrir mögulegri stækkun á verönd og bílskúr.
- Lóðin er skógivaxin leigulóð í eigu Grýtubakkahrepps 3.088,0 m².
- Eignin er í einkasölu
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is