** HÉR GETUR ÞÚ BÓKAÐ SKOÐUN Á EIGNINNI **RE/MAX ásamt Þórdísi Björk Davíðsdóttur löggiltum fasteignasala kynna:Virkilega fallegt og vel skipulagt 5-6 herbergja einbýlishús á einni hæð
MEÐ AUKA ÍBÚÐ sem út leig-einingu í bílskúr.
HÚSIÐ ER ALLT ENDURNÝJAÐ AÐ INNAN OG AÐ MESTUR AÐ UTAN AÐ FRÁTÖLDU ÞAKI OG ÞAKKANNTI.
* Fyrirhugað fasteignamat fyrir 2026 er kr. 67.350.000.- *Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 143,3 fm og er íbúðarrýmið sjálft 106,3 fm og bílskúr / íbúð í bílskúr sem er sambyggður en þó ekki innangengur 37,0 fm. SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS SMELLTU HÉR - skoða eignina í - 3D
3D - ER = OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR Ekki þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.FRAMKVÆMDASAGA SELJANDA á árunum 2022 - 2024:- Hús múrað að utan
- Skipt hefur verið um alla glugga og hurðar (fyrir utan bílskúrshurð/stóru)
- Allar innréttingar innan íbúðarhúss endurnýjaðar - Innréttingar eru frá IKEA
- Gólfefnin öll endurnýjuð, allt rafmagn endurnýjað ásamt rafmagnstöflu bæði í íbúðarhúsi og í bílskúr.
- Allar lagnir endurnýjaðar - neysluvatnslagnir, ofnalagnir og skólplagnir innan húss og út að götu (2025) í nýjan brunn.
- Gólfhitakerfi var sett í allt húsið, þ.m.t. bílskúrinn líka.
- Nýr pallur með heitum potti. Allar framkvæmdir unnar af fagmönnum.
- Bætt við baðherbergi bæði í íbúðarhúsinu og í bílskúrnum.
- Eldhúsinnrétting í bílskúr og span helluborð
- Eldhús - blöndunartæki eru frá Gröhe
- Handlaugartæki á baðherbergjum eru frá IKEA
- Blöndunartæki í sturtum er frá Bauhaus
Seljandi fékk tilboð frá Stjörnublikk fyrir þakefni 17.03.2025 og fylgir það með söluyfirliti.Innan íbúðarrímis hússins er: Forstofa, hol/miðrými, eldhús, þvottahús, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, stofa og borðstofa,
Innan íbúðar í bílskúrs er: Lítið eldhús, stofa/borðstofa, herbergi og baðherbergi.
Nánari lýsing eignar:Forstofa með flísum á gólfi og ágætis fataskápum.
Fjögur svefnherbergi í góðri stærð með flísum á gólfi. Fataskápar í tveimur herbergjum.
Baðherbergin eru tvö og bæði með walk-in sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni á öðru þeirra, innréttingar frá Ikea á stærra baðherberginu og flísalagt í hólf og gólf.
Eldhús er með hvítri háglans eldhúsinnréttingu úr IKEA með dökkri borðplötu, innbyggðri uppþvottavél og ísskáp og flísum á gólfi.
Þvottahús er innaf eldhúsi sem rýmar vel bæði þvottavél og þurrkara - auk geymslurýmis.
Stofa og borðstofa eru í samliggjandi björtu rými með stórum gluggum til suðurs og vestur, flísum á gólfi og útgengi á nýja stóra viðarverönd með heitum potti.
Í bílskúrnum sem er 37 fm er nýlega standsett 2ja herbergja íbúð, með herbergi, baðherbergi með sturtu, handlaug, upphengdu salerni og útgengi á verönd í garði.
Tesla hleðslustöð er utan á húsinu við bílskúrinn og fylgir með.
Um er að ræða eign sem sem hefur hefur öll verið endurnýjuð að innan og að mestu að utan, þó er þak og þakkanntur eftir ásamt bílskúrshurð ef nýr eigandi hyggst nýta bílskúrinn undir bíl í stað íbúðar. Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið thordis@remax.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. - Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat. Heimasíða RE/MAX Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: · Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
· Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk