Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX Senter fasteignasölu kynna í einkasölu:
Vel staðsett og glæsilegt 320,9 fm einbýlishús á 829,0 fm eignarlóð í friðsælum botnlanga í Skerjafirði, við Baugatanga 8, 102 Reykjavík, þar af er 37,8 fm tvöfaldur bílskúr. Flott aðkoma er að húsinu með upphitaðri hellulögn við bílaplan og inngang inn í húsið.
Húsið er á pöllum, skipulag telur: Þrjú rúmgóð svefnherbergi (hægt væri að bæta við fjórða svefnherberginu með smá breytingum) Tvö baðherbergi, gestasalerni, þvottahús, eldhús, stofa, borðstofa og arinstofa. Sjónvarpstofa, tómstundarherbergi, svo annað herbergi með gufu- og sturtuaðstöðu. Hitakompa með hitastýringarkerfi. Tvær geymslur og tvöfaldur bílskúr. Tvær verandir eru við húsið, timburverönd út frá stofu og hellulögð lóð út frá eldhúsi. Gólfefni hússins er marmari, flísar og parket frá Birgisson
Helstu framkvæmdir í húsinu skv. seljanda, síðastliðin ár:Árin 2015 -2017 var eldhús, tvö baðherbergi og gestasalerni öll endurnýjuð á mjög vandaðan og smekklegan hátt. Innanhússhönnun var í höndum Berglindar Berndsen. Sérsmíðaðar innréttingar frá HEGG, eikarinnrétting, svart sprautulökkuð í bæði eldhúsi og á baðherbergjum. Gólfhiti var settur í bæði baðherbergin. Marmari frá S. Helgasyni og flísar frá Birgisson.
Árið 2018 var þvottahús endurnýjað, gólf þar flísalagt og sett upp hvít innrétting með aðstöðu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, vinnuborð með skolvask og gott skápapláss. Nýlega voru settir upp skjólveggir úr lerki að framanverðu við húsið og bakvíð hús var sett upp timburverönd auk útiljósa frá Lúmex á allt húsið.
Smelltu á linkinn til að skoða húsið í 3-DBókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.isNánari lýsing. Forstofa er með flísalagt gólf og fataskáp. Hol er með marmara á gólfi og á stigaþrepum bæði niður í stofu, borðstofu og upp í svefnherbergisálmu. Innangengt er frá holi inn í eldhúsið og inn á gestasalerni.
Eldhús er virkilega smekklegt með sérsmíðuðum innréttingum, eikarinnréttingum sem er svart, sprautulökkuð. Dökkur marmari með leðuráferð frá S. Helgasyni, bæði á borðum og á eyju sem hægt er að sitja við. Vönduð tæki í eldhúsi frá Siemens, innbyggð uppþvottavél og flottur búrskápur í innréttingu. Gott vinnupláss og gluggar sem gefa góða birtu inn. Útgengi út frá eldhúsi út á hellulagða verönd.
Gestasalerni er flísalagt á smekklega hátt. Upphengt salerni, vaskur og blöndunartæki frá Ísleifi Jónssyni ehf. Spegill fyrir ofan vask er með flottri baklýsingu.
Stofa, arinstofa og borðstofa er með marmara á gólfi, fallegt og rúmgott alrými með hátt til lofts. Veggur skilur þó borðstofu af að hluta til á mjög smekklega hátt. Flottir gluggar gefa góða birtu inn. Góð lofthæð og arinn með marmara. Útgengi er út frá stofu út á skjólgóða timburverönd.
Gengið er niður stigaþrep niður í sjónvarpsrými, náttúruflísar þar á gólfi.
Tómstundaherbergið er í spænskum stíl með náttúruflísar á gólfi.
Geymsla inn af tómstundarherbergi er mjög rúmgóð. Innrétting og málað gólf. Þar fyrir innan er hitakompa með loft blásturkerfi sem hitar upp hluta af húsinu, þ.e. eldhús, stofu og borðstofu.
Inn af sjónvarpstofu er einnig aðgengi að herbergi með saunuklefa og sturtuaðstöðu, linoleum dúkur þar þar á gólfi, en flísar við sturtu.
Svefnherbergisálma er á efsta palli, þar eru þrjú rúmgóð svefnherbergi með parket á gólfi og tvö baðherbergi og sér þvottahús með flísar á gólfi.
Hjónasvítan er rúmgóð með sér fataherbergi og sér baðherbergi inn af því með opnanlegum glugga. Baðherbergið er flísalagt á smekklegan hátt. Sérsmíðuð baðinnrétting frá Heggi, eikarinnrétting sem er svart sprautulökkuð með svörtum stein og handlaug á borði. Stór spegill með sérhannaðri lýsingu. Sturta með innbyggðum blöndunartækjum. Upphengt salerni og handklæðaofn frá Ísleifi Jónssyni. Blöndunartæki frá Vola og Ideal standard.
Tvö önnur rúmgóð svefnherbergi eru á hæðinni, parket á gólfi og annað þeirra með fataskáp. Annað herbergið í dag er notað sem skrifstofuherbergi.
Baðherbergið sem er inn á gangi í svefnherbergisálmunni er með opnalegum glugga, flísalagt á smekklegan hátt. Þar er virklega stór sturta með innbyggðum blöndunartækjum, sérsmíðuð baðinnrétting frá Heggi, eikarinnrétting sem er svart sprautulökkuð. Svartur steinn og handlaug á borði. Stór spegill með sérhannaðri lýsingu. Upphengt salerni og handklæðaofn frá Ísleifi Jónssyni. Blöndunartæki frá Vola og Ideal standard.
Þvottahús er með opnanlegum glugga, flísalagt gólf og stóra hvíta innréttingu með aðstöðu fyrir bæði þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, vinnuborð með skolvask og gott skápapláss. Útgengi er út frá þvottahúsi út á steypta verönd.
Bílskúrinn er 37,8 fm. með málað gólf, tvöfalda bílskúrshurð með rafdrifnum hurðaopnara. Innangengt er frá sjónvarpsherbergi inn í bílskúrinn. Búið er að setja upp rafmagnshleðslutengil fyrir bílhleðslu fyrir utan bískúrshurðina. Innaf af bílskúr er svo önnur geymsla hússins.
Glæsileg eign sem vert er að skoða. Fyrirhugað fasteignamat árið 2026 er 228.500.000 kr.Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma 661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma 862-2001 / gunnar@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-