Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:Virkilega falleg og vel skipulögð 2ja til 3ja herbergja 73,2 fermetra íbúð á jarðhæð við Baldursgötu 26, 101 Reykjavík. Inngangur bæði frá Baldursgötu og Válastíg. Eignin hefur fengið gott viðhald síðustu ár. Skipulag telur, forstofu/anddyri, hol, svefnherbergi, eldhús og tvær stofur, önnur stofan nýtt sem barnaherbergi í dag, þvottahús í sameign og sér geymsla.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða gj@remax.is eða í Ástþór Reynir í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.isForstofa: Með harðparket á gólfum og fatahengi.
Stofa: Rúmgóð með harðparket á gólfi, stofurnar eru samliggjandi og önnur stofan er nýtt sem barnaherbergi í dag.
Eldhús: Harðparket á gólfi, efri og neðri skápar, gegnheil eikar borðplata, flísalagt á milli skápa og borðkrókur.
Svefnherbergi: Harðparket á gólfi með góðu skápa plássi.
Baðherbergi: Flísar í hólf og gólf, Baðkar með sturtuaðstöðu, og innrétting.
Geymsla: Rúmgóð og með hillum.
Þvottahús: Á hæðinni er sameiginlegt mjög snyrtilegt þvottaherbergi með glugga, sér tenglum fyrir hverja íbúð, niðurfalli í gólfi og snúrum.
Hjóla og vagnageymsla er í sameign.
Húsinu fylgir tvö bílastæði á baklóð með aðkomu frá Válastíg.Eignin hefur fengið gott viðhald síðustu ár:2011: Skipt um gler og opnanleg fög
2018: Raflagnir endurnýjaðar innan íbúðar
2018: Nýtt eldhús
2018: Ný gólfefni, harðparket
2018: Skólplagnir fóðraðar
2020: Kjallari málaður, Gólf, veggir og hurðar.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma
858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma
899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.