RE/MAX og Sigríður Guðnadóttir löggiltur fasteignsali kynna: Einstaklega fallegt raðhús í yndislegu hverfi. Eignin er sérstaklega snyrtileg, bæði að innan sem utan. 3ja herbergja íbúð með sér inngangi er í kjallara og einnig er 42 fm bílskúr sem er sérstæður.
Gluggar og hurðar málað að utan 2023, hús og bílskúr málað að utan 2024, borið á tréverk bakvið hús 2024,
skipt um gólfsíða gluggann og glerið í stofu ásamt svalahurðin 2024, pallur stækkaður 2024 og borið á pall og tréverk fyrir framan hús 2025.
Skv. FMR er húsið sjálft skáð 208 fm auk bílskúrs 42 fm, en óskráð rými er um 37 fm í risi sem nýtist vel.
Aðalíbúð:
Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi og góðum fataskápum.
Hol /miðrými með parketi á gólfi.
Geymsla/búr með parketi á gólfi og glugga.
Eldhús með parketi á gólfi og viðar eldhúsinnréttingu, morgunverðarborð og hátt til lofts.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými, rúmgóð og björt með parketi á gólfi, hátt til lofts og stórir gluggar sem ná niður á gólf. Rennihurð úr stofu út á svalir þaðan sem hægt er að ganga niður í bakgarðinn, og einnig er hellulögð verönd fyrir framan kjallaraíbúð.
Svefnherbergi I með parketi á gólfi, góðum fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt með sturtu, fallegri innréttingu, góð útloftun.
Þvottahús er á hæðinni með flísum á gólfi, og innréttingu, gott skápapláss, vaskur, vinnuborð og útloftun.
Ris: Gengið upp stiga frá holi aðalhæðar.
Sjónvarpsherbergi sem hægt væri að breyta í svefnerbergi, aukin lofthæð, innfelld lýsing og velux þakgluggi.
Svefnherbergi II er mjög rúmgott og með aukinni lofthæð, Velux þakgluggi og tvær rúmgóðar geymslur undir súð.
Aukaíbúð / Kjallari:
Forstofa með flísum á gólfi, fataskáp.
Hol /miðrými með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi, viðar eldhúsinnréttingu og t.f. uppþvottavél.
Stofa er rúmgóð og með parketi á gólfi og útgengi á rúmgóða hellulagða verönd og garð.
Svefnherbergi I með parketi á gólfi og góðum fataskápum
Baðherbergi er flísalagt með sturtu og fallegri innréttingu.
Þvottahús innan íbúða með flísum á gólfi og innréttingu.
Svefnherbergi II með parketi á gólfi og fataskáp.
Geymsla innan íbúðar með parketi á gólfi.
Bílskúr er rúmgóður eða 42,0 fm, tvöföld bílskúrshurð og epoxy á gólfi. Mikil lofthæð og gott geymsluloft yfir hluta bílskúrs.
Nánari upplýsingar gefur Sigríður lgf. í síma 663 3219 eða sigga@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.