NÁNARI UPPLÝSINGAR FÆRÐU HJÁ KATRÍNU ELIZU BERNHÖFT SÍMA 6996617 EÐA KATRIN@REMAX.IS EÐA HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS Í SÍMA 7715211 EÐA GUDNYTH@REMAX.ISSMELLTU HÉR OG SJÁÐU ÞESSA FALLEGU EIGN
SMELLTU HÉR OG SJÁÐU EIGNINA Í ÞRÍVÍDD
RE/MAX og GUÐNÝ ÞORSTEINS löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu: Huggulega og bjarta 3ja herbergja enda íbúð á 2. hæð í litlu og góðu fjölbýli með útsýni ásamt stórum suður svölum. Húsið var
byggt 2003 í þessu vinsæla gamla grónu hverfi miðsvæðis í Kópavogi. Aðeins 5 íbúðir eru í húsinu.
Eignin samanstendur af: Holi, 2 svefnherbergjum, eldhúsi með borðkróki, stofu, rúmgóðum svölum, þvottahúsi, baðherbergi ásamt sér geymslu.
Nánari lýsing:Eldhús: Er bjart með stórum glugga með fallegu útsýni til meðal annar Esjunnar. Ágætt skápapláss, helluborð með viftu fyrir ofan ásamt bakarofni fyrir neðan, tengi er fyrir uppþvottavél. Viðar parket á gólfi.
Þvottahús: Er virkilega rúmgott með góðu hirslum, skolvaski ásamt glugga með opnanlegu fagi. Flísar á gólfi
Herbergi: Eru 2, björt með góðum fataskápum. Viðar parket á gólfi.
Stofa: Er í samliggjandi flæðandi rými með holi, stofan er sérlega björt með gluggum á tvo vegu, gengið er þaðan út á rúmgóðar sólarsvalir.
Svalir: Snúa til suðurs og eru virkilega skjólsælar, eru þær 18,6fm
að stærð með flísum á gólfi. Fordæmi er fyrir því að yfirbyggja hluta af svölunum og opna út úr stofunni til stækkunar.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, sturtuklefa, upphengdu salerni ásamt vaski með skápum undir og við hlið hans.
Geymsla: Er 6,2fm að stærð með glugga, geymslan er í sameign ásamt vagna- og hjólageymslu.
Lóð er malbikuð og hellulögð með bílastæðum að framan. Ræktaður garður baka til með sameiginlegum þvottasnúrum.
Viðhald:
2018 - Hús málað að utan
2024 - Ofnar yfirfarnir
Í þessu eftirsótta hverfi í kópavogi er stutt í alla helstu þjónustu - matvöruverslslanir, kaffihús, veitingastaði og margt fleira. Þá er afar stutt niður í Fossvogsdal. Tveir leikskólar ásamt grunnskóla. Eins eru fjölmargir leikvellir í hverfinu.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Guðný Þorsteins löggiltur fasteigna- og skipasali í síma 771-5211 eða á netfangið gudnyth@remax.is.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.