Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Virkilega fallega, vandaða, bjarta og vel skipulagða 90,8 fermetra 3ja herbergja íbúð á 4. hæð (efstu) með allt að 3,8 metra lofthæð, stórum gluggum, fallegu útsýni og suðursvölum í vönduðu fjölbýlishúsi með lyftu á góðum, rólegum og barnvænum stað í Urriðaholtinu í Garðabæ. Frá stofu, svölum og hjónaherbergi nýtur mjög fallegs útsýnis til suðurs að Reykjanesi og út á sjóinn og frá barnaherbergi er fallegt útsýni að Esjunni og yfir Heiðmörkina.
Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.is
Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og rúmgóð með fataskápum.
Hol/gangur, parketlagður.
Eldhús, opið við stofu og með glugga. Virkilega fallegar innréttingar úr svartbæsaðri eik með innbyggðri uppþvottavél og ísskáp með frysti og kvartsteini á borði. Undirlímdur svartur vaskur með svörtum blöndunartækjum. Eyja með kvartsteini á borði og kanti, spanhelluborði, hangandi háfi, áfastri borðaðstöðu og góðu skápaplássi. Vönduð tæki frá AEG eru í eldhúsi.
Stofa, mjög björt og rúmgóð, parketlögð. Mjög mikil lofthæð er í stofu, stórir gluggar til suðurs og virkilega fallegt útsýni að Reykjanesi, út á sjóinn og víðar. Úr stofu er útgengi á 10,9 fermetra skjólsælar suðursvalir sem leyfi er komið fyrir að setja svalalokun á.
Barnaherbergi, parketlagt og með innbyggðum fataskápum. Frá barnaherbergi er mjög fallegt útsýni að Esjunni og yfir Heiðmörkina.
Baðherbergi, flísalagt gólf og hluti veggja, innrétting, vegghengt wc, handklæðaofn, flísalögð sturta með sturtugleri og stæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónaherbergi, mjög rúmgott, parketlagt og með miklum innbyggðum fataskápum í vegg. Frá hjónaherbergi er fallegt útsýni að Reykjanesinu og út á sjóinn.
Á jarðhæð hússins er sérgeymsla, 5,0 fermetrar að stærð.
Á lóð er sameiginleg hjólageymsla.
Húsið að utan er klætt og því viðhaldslítið og sameign hússins er mjög snyrtileg og vel umgengin.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð á rólegum og barnvænum stað í Urriðaholtinu í Garðabæ.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.