RE/MAX og Guðrún Þórhalla, löggiltur fasteignasali, kynna fallega og rúmgóða 4ra herbergja íbúð, 120,1 fm, á jarðhæð með sérinngangi í litlu fjölbýli við Daggarvelli 1 í Hafnarfirði.
Allir skráðir fermetrar eignarinnar eru innan íbúðar samkvæmt HMS. Um er að ræða fallega og vel staðsetta eign sem er laus til afhendingar. Stutt er í alla helstu þjónustu; matvöruverslun, apótek, leik- og grunnskóla og íþróttasvæði Hauka eru í göngufjarlægð. Settar hafa verið upp fjórar rafhleðslustöðvar við bílastæðin.**HÉR MÁ NÁLGAST 3D MYNDBAND AF EIGNINNI, KÍKTU Í HEIMSÓKN** Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsingForstofa með fataskápum, flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa með góðri lofthæð og útgengi út á fallegan viðarpall sem snýr í suð og vesturs.
Eldhús með góðu skápaplássi, ofni í vinnuhæð, helluborði með viftu yfir, uppþvottavél og rúmgóður borðkrókur. Gler við borðkrók er filmuvarið.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi, öll með fataskápum og harðparket á gólfi.
Baðherbergi með baðkari/sturtu, handklæðaofni og vegghengdu salerni – rúmgóð innrétting. Flísalagt að hluta.
Þvottahús er innan íbúðar, með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vinnuborð og vaski. Flísar á gólfi.
Geymsla er inn af þvottahúsi og er útbúin hillum.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er á jarðhæð.
Gólfefni eignar er harðparket og flísar.Falleg og vel staðsett eign á Völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í alla helstu þjónustu. Eignin er laus til afhendingar.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali
Sími: 820-0490
Netfang: gudrun@remax.is Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.