Ástþór Reynir, löggiltur fasteignasali og Ragna Arnarsdóttir aðstoðamaður fasteignasala hjá RE/MAX, kynna í einkasölu:
Lynggata 2, 210 Garðabær
Vönduð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í Urriðaholti.
Vönduð þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í nýlegu fjölbýlishúsi í vinsæla hverfinu Urriðaholti. Íbúðin er 93,4 m² að stærð samkvæmt HMS, þar af 7,1 m² geymsla, og fylgir henni stæði í bílageymslu.
Fasteignamat 2026: 80.650.000 kr.
Helstu kostir eignarinnar:
- 2 svefnherbergi
- Jarðhæð með útgengi
- Sólrík hellulögð verönd
- Stutt í leikvöllur
- Sér geymsla og bílastæði í bílageymslu
- Vandaðar innréttingar frá GKS
- Nýlegt og vel skipulagt fjölbýli
Skipulag:
Forstofa, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, gangur, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísalagt gólf og tvöfaldur fataskápur
Alrými: Stofa og eldhús í sameiginlegu rými, útgengt á sólrikka verönd
Eldhús: L-laga innrétting með brúnni neðri og hvítri efri innréttingu, svartur vaskur, keramik helluborð, ofn, innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél
Hjónaherbergi: Rúmgott með sexföldum fataskáp
Herbergi II: Tvöfaldur fataskápur
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, vaskinnrétting, speglaskápur, walk-in sturta, handklæðaofn og vifta
Þvottahús: Stálvaskur og tengi fyrir þvottavél og þurrkara
Gólfefni:
Fljótandi parket í alrými og herbergjum, flísar á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi.
Sameign:
Sér geymsla á geymslugangi, hjóla- og vagnageymsla og bílastæði í bílageymslu.
Samkvæmt eignaskiptasamningi:
Eignin er á jarðhæð, birt stærð 86,3m², ásamt geymslu 0020; birt stærð 7,1m². Eigninni tilheyrir hlutdeild í matshluta 01 og lóð samkvæmt hlutfallstölu. Birt stærð séreignar matshluta 01: 93,4m². Hlutfallstala í matshluta 01 og lóð 2,75% Hlutfallstala í hitakostnaði 3,07%
Lynggata 2 er steinsteypt íbúðarhúsnæði og bílageymsla, jarðhæð og fjórar hæðir með láréttu/einhalla dúkklæddu timburþaki.
Urriðaholt:
Urriðaholt er vistvottað og fjölskylduvænt hverfi þar sem áhersla er lögð á öryggi og lífsgæði. Leikvöllur er staðsettur við hlið hússins og stutt er í útivist, gönguleiðir, þjónustu og friðlandið í Heiðmörk, Búrfellshraun og Urriðavatn.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Ragna Arnarsdóttir aðstoðarmaður fasteignasali í síma 858-9494 eða ragna@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.