RE/MAX og Bára Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali kynna: HAFNARBRAUT 12A, íbúð merkt 2013, STÓRAR SVALIR OG SÉRMERKT BÍLASTÆÐI Í BÍLAGEYMSLU. Björt og falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð með rúmgóðum svölum, geymslu innan íbúðar/barnaherbergi og virkilega snyrtilegri sameign með lyftu. Rólegt hverfi með fallegum gönguleiðum í allar áttir þar sem stutt er í skóla, leikskóla, hið vinsæla Sky lagoon og alla helstu þjónustu.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 78,9 m², íbúð merkt 01.0213 og fnr. 228-2666. Stæði í bílageymslu merkt N38.
Í sameign eru tvær hjóla- og vagnageymslur.
Sækja söluyfirlit HÉR.
Nánari lýsing: Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús og stofu/borðstofu, svalir, baðherbergi, svefnherbergi 1, svefnherbergi 2/geymsla og bílastæði.
- Gengið er inn um sérinngang á annarri hæð.
- Forstofa með góðum fataskápi og parketi á gólfi.
- Eldhúsið er í sameiginlegu rými með stofu/borðstofu. Parket á gólfi og allar innréttingar eru sprautulakkaðar hvítar með silkimattri áferð. Allar skúffur eru með mjúklokun. Tengi fyrir uppþvottavél.
- Stofan er opin og björt með partketi á gólfi og stórum gluggum. Gengið er út á mjög rúmgóðar svalir sem snúa til suðurs með fallegu útsýni.
- Baðherbergið er flísalagt með upphengdu salerni og góðri innréttingu. Hiti í gólfi og þurrkofn. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
- Svefnherbergið er mjög rúmgott með partketi á gólfi og góðu skápaplássi.
- Svefnherbergi ll/geymsla er með glugga með opnanlegu fagi.
- Sérmerkt bílastæði í kjallara fylgir eignini.
- Sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:Bára Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
RE/MAX senter
Skeifan 17 / 108 Reykjavík
E-mail: bara@remax.is
Sími: 773-7404
Umsögn frá seljanda: "Það er með blendnum tilfinningum sem við setjum elsku heimilið okkar á sölu. Við höfum átt afar kær árin hér og erum við þakklát fyrir hversu góða daga fjölskyldan okkar hefur átt á þessum stað. Dóttir okkar, sem er tveggja ára, hefur eignast sína fyrstu alvöru vini hér í stigaganginum en hér búa börn á svipuðum aldri sem hafa alist upp saman. Blokkin sjálf er einstaklega fjölskylduvæn. Nágrannarnir eru hlýir, hjálpsamir og virkilega tillitssamir, hér stendur fólk saman og styður hvert annað í daglegu lífi. Við höfum líka notið hverfisins til fulls. Að geta gripið bakarísmat á Brikk eða sest niður í kvöldmat á Brasserí Kársnes er ótrúlegur lúxus. Í kringum húsið eru fallegar göngu- og hlaupaleiðir sem við höfum notað mikið og get ég ekki hætt að dásama þær leiðir, hvort sem það sé á degi til eða kvöldi. Við erum að selja einungis vegna plássleysis þar sem við eigum von á öðru barni og þurfum meira rými fyrir stækkandi fjölskyldu. Við vonum að næstu íbúar muni njóta þess að búa hér jafn mikið og við höfum gert, því Hafnarbraut hefur sannarlega verið heimili sem gefur mikið til baka."
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband
HÉR og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.Heimasíðan mínHeimasíða RE/MAXUm skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.