Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali (s:662-6163 netfang: bjarni@remax.is) kynnir bjarta og fallega 3ja herbergja ibúð á 1.hæð við Dvergabakka 10, Reykjavík. Fallegt útsýni. Tvennar svalir eru á íbúðinni, aðrar í suður, meðfram stofu og eldhúsi, góðar grill- og sólar svalir. Hinar snúa í norður með dásamlegu útsýni yfir Esjuna og Reykjavík, þaðan má sjá Úlfarsfell, Esju, Skarðsheiði, Akrafjall og í góðu skyggni Snæfellsjökul. Íbúðin er skráð 66,1fm og geymslan 6,2fm, samtals 72,3fm samkv. HMS. Fasteignamat 2026 verður 52.100.000.
Nánari lýsing:
Forstofa með fataskáp, parket á gólfi.
Gangur/hol með parket á gólfi.
Eldhúsið er rúmgott með góðu vinnuplássi, opið og samliggjandi með stofu, eldri innrétting, helluborð, parket á gólfi.
Stofan/borðstofan er björt og rúmgóð með parket á gólfi, útgengt á suður svalir.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskáp, nýtt parket á gólfi, útgengt á norður svalir.
Svefnherbergi með dúk á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkar með sturtuaðstöðu, nett innrétting með.speglaskáp.
Sérgeymsla (6,2fm) er í sameign á jarðhæð.
Hjóla- og vagnageymsla sameiginleg í sameign.
Endurbætur á húsi:
2018 Þakið endurnýjað þar sem skipt var um þakjárn og þakpappa, rennur og niðurföll.
2021-2024 Múrviðgerðir á húsi og svalagólfum, húsið málað og svalagólf lökkuð, gluggar, gler og svalahurðir endurnýjaðar þar sem þurfti (samkv. ástandsskýrslu frá Verksýn)
Þetta er björt og falleg eign þar sem stutt er í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu.
Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða bjarni@remax.is.
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 59.900.