SMELLTU HÉR OG SJÁÐU EIGNINA Í 3VÍDD
NÁNARI UPPLÝSINGAR FÆRÐU HJÁ GUÐNÝJU ÞORSTEINS Í SÍMA 7715211 EÐA GUDNYTH@REMAX.IS
RE/MAX og GUÐNÝ ÞORSTEINS Löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Hlýlegt og gott einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Búið er að breyta í útleigueiningu hluta bílskúrsins en einnig er þar verkfæra-og vinnurými. Afar veðursælt er í garðinum en þar er að finna, útisnúrur, garðhús, sólpall þar sem er heitur pottur og sólstofa.
Íbúðin er 120,2fm, bílskúr með útleigueiningu er 37,6fm, samtals 157,8fm. Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 124.900.000 kr.Eignin samanstendur af: Forstofu, eldhúsi, borðstofu og stofu sem eru í samliggjandi og björtu flæðandi rými með útgang út í garðskála, 2 svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi, geymslulofti, bílskúr (vinnurými ásamt útleigueiningu), heitum potti ásamt garðhúsi.
Orð seljanda "það er einstaklega gaman að búa í þessu húsi allan ársins hring, það hefur svo marga kosti. Að búa hér er eins og að búa á búgarði í friðsælli sveit en svo stutt í allar áttir og þjónustu".
Nánari lýsing:Forstofa: Er með rúmgóð með tvöföldum fataskáp með útdraganlegum hurðum. Flísar á gólfi ásamt hita.
Eldhús: Er með góðu skápa- og skúffuplássi, bakaraofni ásamt örbylgju ofni í vinnuhæð, spanhelluborði með viftu fyrir ofan, lítilli eyju/barborð sem aðskilur eldhús og borðstofu. Flísar á gólfi ásamt hita.
Borðstofa / Stofa: Eru í samliggjandi í opnu og björtu rými með útgang út í garðskála. Parket á gólfi.
Garðskáli: Var reistur 2013 og er 9,1fm að stærð, með stórri opnanlegri rennihurð út á sólpall (garð). Harðparket á gólfi ásamt hita.
Samkv. þinglýstum teikningum: Karmar, póstar og opnanleg fög eru úr PVC stálstyrktum prófílum. Í þaki er tvöfalt gler. Hluti þaks er lokað með 26mm polyurethan samlokuplötum með PVC byrgðum beggja vegna og tengjast þær gleri. Gólfhiti er í rifum milli pallaefnis undir krossvið. Frágangur garðstofu er í samræmi við reglugerðir og hefur verið vottaður af Mannvirkjastofnun.
Herbergi I: Er að 9,1fm stærð með góðu fataherbergi með rennihurð ásamt glugga. Parket á gólfi.
Herbergi II: Er að 7,5fm stærð. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Er með þreplausri sturtu, upphengdu salerni, vaski með skúffum undir ásamt glerskáp fyrir ofan og handklæðaofni. Gluggi er með opnanlegu fagi. Flísar í sturtu og á gólfi ásamt hita.
Þvottahús: Er virkilega rúmgott með mjög góðu geymsluplássi, vaski, snúrum í lofti, rými fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð með útgangi út í garð. Flísar á gólfi.
Risloft: Er með góðu geymsluplássi, virkilega rúmgott.
Bílskúr: Er 37,6fm að stærð en búið er að skipta honum í tvær einingar, misstórar, annars vegar vinnurými og hins vegar
útleigu einingu með salerni og sturtu.
Garður: Er virkilega fallegur, gróinn og vel hirtur með leik/vinnuskúr, sólpalli sem er 36,7fm að stærð ásamt heitum potti.
Viðhald:Að sögn fyrri eiganda:2000 - Dren endurnýjað
2006 - Raflagnir endurnýjaða
2006 - Þak endurnýjað - Alo Zink
2014 - Skipt um lagnir frá götu að húsi (liggja undir bílaplani)
Núverandi eigandi:2017 - Baðherbergi endurnýjað
2017 - Eldhús endurnýjað
2017 - Samhliða bað- og eldhús endurnýjun voru frárennsli- og vatns lagnir endurnýjaðar
2017 - Hiti settur í gólf í hluta alrýmis
2024 -Skjólveggur að austanverðu við lóðarmörk gerður. Vandaðað var til verka, steyptar voru undirstöður að neðan og svo var sett þétt trégrindverk þar ofaná.
Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Guðný Þorsteins löggiltur fasteigna- og skipasali s: 771-5211 eða á netfangið gudnyth@remax.is.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.