RE/MAX kynnir: Sjarmerandi og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli við Karlagötu 17, 105 Reykjavík. Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 55,6 m². Eignin skiptist í 2 stofur, eldhús, baðherbergi, hjónaherbergi og geymsæuloft. Hægt væri að stúka af aðra stofuna fyrir auka herbergi. Eignin er staðsett á eftirsóttum stað í hjarta Reykjavíkur með iðandi mannlíf allt um kring.
Allar nánari upplýsingar gefur Úlfar Hrafn Pálsson lögg,fasteignasali í síma 6238747 eða ulfar@remax.is og Páll Guðmundsson lögg,fasteignasali 861-9300 eða pallb@remax.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Opin, með góðu geymsluholi fyrir föt, skó og útibúnaði.
Stofur: Tvær stofur eru í eigninni önnur er nýtt sem sjónvarpsstofa og hin sem borðstofa ásamt vinnu/lærdóms horni. Flott útsýn að Hallgrímskirkju. Hægt væri að stúka af aðra stofuna fyrir auka herbergi. Parket á gólfi.
Eldhús: Nýlega endurgert eldhús, flísar yfir allan vegginn, spanhelluborð, veggofn, tengi fyrir uppþvottavél og stæði fyrir ísskáp. Búr inn af eldhúsi.
Hjónaherbergi: bjart og rúmgott með góðum fataskáp. Útgengt á svalir. Parket á gólfi
Baðherbergi: sturta, nýr handklæðaofn, góð innrétting.
Geymsluloft: rúmgott geymsluloft yfir íbúð.
Sameign: Á neðstu hæð hússins er sameiginleg þvottaaðstaða. Sameiginlegur garður er í kringum eignina.
Skv. seljendum hafa eftirfarandi endurbætur átt sér stað í íbúðinni:
-2024: Sett nýja ofna í alla íbúðina
-2024: Eldhús endurgert, ný innerting, spanhelluborð, veggofn, lagað var til búrið og sett var inn ný rafmagnstafla fyrir eldhúsið.
-2024: Lagt voru nýjar lagnir í alla íbúðina.
Nánasta umhverfi: Nálægð við menningu, sögu, verslun og þjónustu. Örstutt á klambratún. Á klambratúni má finna frisbígolfvöll, blakvelli, fótboltavelli, körfuboltavelli, leiksvæði og listasafn/kaffihús.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: