Berglind Hólm lgfs. og RE/MAX kynna: Fallegt og vel skipulagt parhús á frábærum stað á Flúðum í Hrunamannahreppi. Húsið er á einni hæð og byggt árið 2007. Gólfhiti er í öllum rýmum ásamt því að innfeld lýsing er í loftum í stórum hluta eignarinnar. Eignin skiptist í: forstofu, gott alrými með setustofu og borðstofu, eldhús, sólstofu, 3 svefnherbergi, þvottahús, bílskúr og bæði geymsluloft yfir hluta af bílskúr og einnig geymslu / búr inn af bílskúrnum. Stór lóð fylgir húsinu sem snýt í suður og einnig austur. Garðurinn er með fallegum runnum, grasi og góðri verönd með heitum potti. Gróður hús er á lóðinni sem fylgir með í kaupum.
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
Nánari lýsing eignar:Komið er að húsinu þar sem eru 2-3 steypt einkabílastæði.
Forstofa: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og góðum eikar fataskáp.
Eldhús: Eldhúsið er rúmgott með góðri innréttingu í U með efri og neðri skápum og góðum glugga fyrir miðju. Innrétting er í bland eik og hvít með bakaraofni í vinnuhæð og innbyggðri uppþvottavél. Í eldhúsinu er borðkrókur við glugga. Plankaparket er á gólfi.
Alrými: (Borðstofa + setustofa) í miðju hússins er rúmgott alrými sem rúmar setustofu og borðstofu og góðum glugga sem snýr í suður. Alrýmið er miðja eignarinnar og leiðir inn í öll önnur rými hennar. Eikarplankaparket er á gólfi.
Sólstofa: Inn af stofunni er gengið inn í sólstofu með flísum á gólfi og gluggum á þrjá vegu. Gengið er út frá sólstofunni út á veröndina og út í garðinn.
Baðherbergi: Baðherbergið er rúmgott með góðum glugga. Flísar eru á gólfum og á veggjum hjá votrýmum. Sturtuklefi er beint á gólf. Eikarinnrétting er við vask og undir spegli. Handklæðaofn er á vegg á móti sturtunni.
3 x svefnherbergi: Hjónaherbergið er með flísum á gólfi og góðum fjórföldum fataskáp. Barnaherbergin eru tvö, annað er með plankaparketi á gólfi og fataskáp. Hitt barnaherbergið er með flísum á gólfi.
Þvottaherbergi: Þvottaherbergi með góðri innréttingu og flísum á gólfi er á milli alrýmis og bílskúrs.
Bílskúr: Bílskúrinn er rúmgóður með flísum á gólfi, 32,3m2 ásamt mjög góðu millilofti yfir hluta af honum. Vinnuvaskur og heitt og kalt vatn er í skúrnum.
Geymsla: inn af bílskúrnum er góð geymsla / búr með flísum á gólfi, góðum hillum og opnanlegum glugga.
Flúðir er vaxandi þéttbýliskjarni á frábærum stað miðsvæðis á suðurlandinu. Fjölbreytt þjónusta og afþreying er í boði á Flúðum og næsta nágrenni í sveitinni. Veitingastaðir eru fjölbreyttir svo allir geta valið það sem þeim finnst best. Farmers Bistro (Flúðasveppir), Minilik, Hótel Hill og Kaffisel, allir með sína sérstöðu og flestir leggja áherslu á hráefni úr nærumhverfi. Afþreying er mjög fjölbreytt, fyrir alla aldurshópa og áhugasvið flestra. Sundlaugin Flúðum, Gamla laugin (Secret Lagoon) og Hrunalaug (Hidden lagoon) eru skemmtilegir baðstaðir. Selsvöllur 18 holu golfvöllur, Markavöllur fótboltagolfvöllur, frisbígolf í Lækjargarðinum, hestaferðir í Syðra-Langholti, Samansafnið á bænum Sólheimum og Hús minninganna á Flúðum. Gönguleiðir, fjöll til að klífa og fjölbreyttir útivistarmöguleikar allt um kring. Fjöldi garðyrkjubýla er í sveitinni og auðvelt er að kaupa sér hollar og góðar matvörur beint frá býli t.d. í Litlu bændabúðinni.
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is