Sigrún Gréta hjá RE/MAX kynnir 1,12 ha (11.200 m2) eignarland í skipulagðri frístundabyggð í landi Svínhaga (H-28) í Rangárþingi ytra.
Þrívíddarmynd er hér af lóðinni, en af klöppinni á lóðinni er gott útsýni að Heklu. Hluti lóðar er í fallegri, skjólsælli og vel gróinni hvilft. Um hornlóð er að ræða og byggingarmagn á lóð er 300 m2 + 100 m2.
Við lóðarmörk er kalt vatn og rafmagn. Fínt sumarhúsaland í uppbyggingu með fallegri náttúru.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is *SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ 3D LINK AF LÓÐINNI!Söluyfirlit má nálgast hér.Hámarks byggingarmagn lóðar sem þessarar er 300 m2 og bílskúr/verkfærageymsla max 100 fm.
Heimilt er að byggja tvö heilsárshús á hverri lóð auk tveggja skúra
Almennt á svæðinu: Á 900m² lóðum má byggja 2 íbúðarhús en á 600m² lóðum má byggja 1 íbúðarhús. Auk þessa er heimilt að byggja skemmu/geymslu í samræmi við heimilað byggingamagn til landbúnaðarnota og tengdar byggingar á hverri lóð. Á flestum lóðum er auka byggingarreitur sem byggja má auka gesta/útleiguhús.
Vegir og aðkoma:Úr höfuðborgarsvæðinu er um
1,5 tíma akstur.Þegar komið er að Svíanhaga að sunnaverðu er farið inn á Ranárvallaveg (nr. 264) af Suðurlandsvegi austan Hellu. Vestan Gunnarsholts er síðan farið inn á Þingskálaveg (268) sem liggur yfir jörðina. Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni var verið að laga Þingskálaveg síðast haust 2024. Um veginn fara um 160 bílar á dag yfir sumarið og um 70 bílar á veturna. Aukning snýr að uppbyggingu á frístundalóðum.
Bílastæði eru hugsuð inni á hverri lóð fyrir sig. Almenningsbílastæðum er komið fyrir á fimm stöðum í tengslum við gönguleiðir til að bæta aðgengi almennings að Rangá. Gönguleið er meðfram Rangá. Við Höfðasand er almenningssvæði (leikskvæði, sparkvöllur, grillaðstaða). Tjaldsvæði er einnig skilgreint á svæðinu, sorphirða, frárennsli, gönguleiðir, fornminjar o.fl.
Hagsmunafélag sumarhúsaeigenda er á svæðinu og er viðhald vega innan svæðisins meginverkefni þess auk þess að halda fjölskyldusamkomu hverja Verslunarmannahelgi.
Upptalning er ekki tæmandi og nánari upplýsingar í deiliskipulagi svæðisins má finna með að smella á þennan link.Landsvæðið tilheyrir svæði
Hekluskóga sem þýðir að hægt er að fá birkiplöntur til
gróðursetningar án endurgjalds, sjá nánar á
hekluskógar.isMikill gróður er á bökkum Rangár og meðfram Selsundslæk. Hluti lands er á Hekluhrauni.
Vefsíðan hér inn á HeklubyggðAllar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-